Sveitarfélög

Meir­i­hl­ut­i kaus með breyt­ing­um í Ár­borg

Meir­i­hlut­i kjós­end­a í Ár­borg er hlynnt­ur breyt­ing­um á aðal- og deil­u­skip­u­lag­i mið­bæj­ar Sel­foss. Báð­ar breyt­ing­a­til­lög­ur voru sam­þykkt­ar í í­bú­a­kosn­ing­u sem fram fór í dag. Kosn­ing­in er bind­and­i.

Meirihlutinn er hlynntur breytingunum. Fréttablaðið/Pjetur

Meirihluti kjósenda í Árborg er hlynntur breytingum á aðal- og deiluskipulagi miðbæjar Selfoss. Báðar breytingatillögur voru samþykktar í íbúakosningu sem fram fór í dag. Kosningin er bindandi.

Lokatölur hafa verið kunngjörðar. Á kjörseðlinum voru tvær spurningar. Sú fyrri sneri að breytingum á aðalskipulagi en sú síðari að deiliskipulagi miðbæjarins á Selfossi. Kjörsókn var rétt undir 55 prósentum en alls voru 6.631 á kjörskrá. Af þeim kusu 3.640.

Þegar kom að breytingu á aðalskipulagi voru 2.130 voru hlynntir, eða 58,5 prósent, en 1.425 voru andvígir. Auðir og ógildir seðlar voru 85 talsins. 

Hvað varðar breytingar á deiliskipulagi voru 2.034 hlynntir, 55,9 prósent, en 1.434 andvígir. Auðir og ógildir seðlar voru 172 talsins.

Að sögn Ingimundar Sigurmundssonar, formanns yfirkjörstjórnar, gekk utanhald kosningarinnar vel í dag.

Síðasta bæjarstjórn Árborgar samþykkti í febrúar nýtt aðal- og deiliskipulag. Í kjölfarið spruttu fram tvær fylkingar, sem ýmist hafa verið hlynntar því, eða á móti. Ákveðið var að halda íbúakosningu eftir að fjöldi fólks skrifaði undir undirskriftalista.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Sveitarfélög

Í­búar Ár­borgar kjósa um fram­tíð mið­bæjar Sel­foss

Sveitarfélög

Stór sveitarfélög í ágætum plús

Sveitarfélög

Guðmundur nýr bæjar­stjóri á Ísa­firði: „Þarna slær mitt hjarta“

Auglýsing

Nýjast

Skuldagrunnur á teikniborði eftirlitsins

Meirihluti Íslendinga óttast afleiðingar loftslagsbreytinga

Kostar 1,3 milljarða að lagfæra fyrir nýja ferju

Segir fyrirferð RÚV líklega ástæðu úttektar

Handtóku tvo katalónska bæjarstjóra

Dómur í Bitcoin-málinu kveðinn upp í dag

Auglýsing