Alls greindust 133 einstaklingar með innanlandssmit í gær. Þá voru fimm sem greindust með landamærasmit.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum.

Af heildarfjölda smitaðra voru 78 manns í sóttkví við greiningu.

Í dag eru 1794 einstaklingar í einangrun og 2474 í sóttkví en líkt og aðrar helgar eru þetta einungis bráðabirgðatölur. Nýjustu tölur verða uppfærðar á mánudag.

Í gær lágu 23 sjúklingar með Covid-19 inni á Landspítala. Meðalaldur þeirra voru 57 ár. Fimm voru á gjörgæslu, þar af fjórir í öndurnarvél, að því er fram kemur á vef Landspítalans.

Frá upphafi fjórðu byglu, þann 30. júní 2021, hafa verið 189 innlagnir vegna smita á Landspítala.