Meirihluti Íslendinga er hlynntur því að hefta aðgengi að vinsælum ferðamannastöðum vegna hættu á slysum. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar frá Maskínu.

46,4 prósent segist hlynntur því að hefta eigi aðgengi en 26,2 prósent segist andvígur því. 27,4 prósent er í meðallagi hlynntur takmörkunum.

Þegar spurningin „Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að loka aðgengi að Reynisfjöru?“ var borin upp var hinsvegar meirihluti aðspurðra andvígur því eða um 42,3 prósent svarenda. 34,1 prósent svarenda var hlynntur en 23,6 prósent í meðallagi.

Efri dálkur sýnir svarhlutfall við spurningunni "ertu hlynntur því að hefta aðgengi að vinsælum ferðamannastöðum" - Neðri dálkur sýnir svarhlutfall við spurningunni „Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að loka aðgengi að Reynisfjöru?“
Mynd/Maskína

Ef skoðuð eru nákvæmari úrtök má sjá að 18,5 prósent svarenda eru mjög hlynntir því að hefta aðgengi að vinsælum ferðamannastöðum en 8,1 prósent er mjög andvígur. Flestir svarendur eru fremur hlynntir því að hefta eigi aðgengi eða um 27,9 prósent.

Hér má líta nákvæmari tölur um svör við könnun Maskínu.
Mynd/Maskína

Fimm bana­slys hafa orðið í Reynis­fjöru síðustu fimm­tán ár en síðasta banaslys átti sér stað í júní á þessu ári. Mikil umræða hefur skapast um aðgengi að Reynisfjöru en starfshópur skipaður af Lilju Alfreðsdóttur skoðar nú hvernig auka megi öryggi þeirra sem heimsækja fjöruna. Lilja hefur

Könnunin fór fram frá 16. til 23.júní 2022 og voru svarendur 945 talsins.