Líklegt er samkvæmt heimildum Fréttablaðsins að meirihlutaviðræður á Akureyri milli L-listans, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins séu að sigla í strand.

Halla Björk Reynisdóttir, bæjarfulltrúi L-listans, vill ekki segja annað en að viðræðurnar séu á viðkvæmu stigi.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gæti svo farið að meirihluti verði myndaður án aðkomu L-listans sem þó vann sigur í kosningunum og fékk flesta menn kjörna í bæjarstjórn, þrjá alls.

Þau rök hafa samkvæmt heimildum verið nefnd fyrir því að ekki gangi saman nú að stjórnartíð L-listans sé orðin of löng og tímabært sé að gefa flokknum frí.