Erla S. Árnadóttir, formaður yfirkjörstjórnar Reykjavíkurkjördæmis norður, segir kjörsókn fara vel af stað miðað við fyrstu tölur.
Kjörsókn var meiri klukkan 11 í morgun miðað við sama tíma í síðustu kosningar. Um sjö prósent höfðu greitt atkvæði klukkan 11 í morgun en árið 2016 höfðu einungis 4,5 prósent greitt atkvæði í Reykjavík.

Veðrið hefur ekki sett strik á reikninginn í kjördæmi hennar enda hefur veðurspáin batnað örlítið.
„Við erum ekki sérstaklega stressuð út af veðrinu,“ segir Erla.

Kjörfundur hófst kl. 9 í morgun og lýkur kl. 22. Talning fer fram í Laugardalshöll og hefst kl. 22 og er öllum opin.
Starfsmenn fær vel að borða með matar- og kaffipásum í gegnum daginn. Sérstök áætlun er um sóttvarnir og má finna sprittbrúsa á öllum kjörstöðum líkt og í forsetakosningunum í fyrra.
Reynt er að hafa umferð um kjörstaði mest í einstefnu og kjörstöðum fjölgað.
Huginn Freyr Þorsteinsson í Suðvesturkjördæmi segir ánægjulegt að sjá aukningu á kjörsókn frá síðustu kosningum.