Stefnt er að því að hlutfall ferða sem farnar eru á bíl í borginni hafi lækkað í 58 prósentum úr 73 prósent árið 2030 og fækka á bílastæðum í borginni um 2 prósent á ári á bilinu 2021- 2025. Þetta kemur fram í nýrri loftslagáætlun Reykjavíkurborgar sem kynnt var á borgarstjórnarfundi á þriðjudaginn og gildir frá 2021-2025. Meira pláss á að skapa fyrir gangandi vegfarendur meðal annars með því að fletta upp malbiki og draga úr umfangi akvega sem verði þá orðið 35 prósent af landnotkun árið 2025. Fækka á bensínstöðvum í ár en ekki tilgreint um hve margar þó.

Aðgerðaáætlunin nær yfir árin 2021–2025 og er sett í framhaldi af fyrri aðgerðaáætlun sem gilti til loka árs 2020.

Mynd/Gunnar V. Andrésson

Fram kemur að Reykjavíkurborg geti mest haft áhrif á losun frá samgöngum. Þær séu áfram langstærsta hlutfall landfræðilegrar losunar óháð því eftir hvaða opinberum reiknireglum og aðferðafræði sé beitt. Samgöngur eru 82 prósent allrar losunar í borginni. Önnur kolefnisspor eru af völdum úrgangs, orkunotkunuar, lanúdbúnaðar, iðnaðar, landnotkunar, matvælaframleiðslu og byggingariðnaðar.

Í skýrslunni segir: "Ljóst er að samdráttur á losun í Reykjavík þarf að stórum hluta að koma frá vegasamgöngum. Til þess að draga úr losun frá vegasamgöngum þarf að fækka eknum kílómetrum og draga úr losun á hvern ekin kílómetra.“ Markmið Reykjavíkurborgar er að árið 2030 hafi hlutfall ferða sem farnar eru á bíl lækkað í 58 prósentum úr 73 prósent sem það var samkvæmt ferðavenjukönnun árið 2017

Einn áhrifaþátturinn til að ná loftslagsmarkmiðunum eru viðhorf og breyttar venjur fólks. Fram kemur í skýrslunni að árið 2018 höfðu 63 prósent Íslendinga breytt hegðun sinni á undanförnum 12 mánuðum til að lágmarka áhrif sín á umhverfi og loftslag og vísað í könnun um það.

Mynd/Ernir Eyjólfsson

Þá má finna nýstárleg orð í áætluninni. Undir markmiðinu um „Gönguvæn borg“. kemur fram að „bílaafvötnun“ dragi úr losun og tímamörkun eru sett um markmið um bílaafvötnun fram að næsta ári en útfærsla, kostnaðarmat og skilgreining ekki þó enn tilbúin. „Bílaafvötnun“ er fáheyrt hugtak í loftslagsumræðunni en þýðir einfaldlega að hætta að vera vera háður einkabílnum.

Skjáskot úr skýrslu um Loftslagsáætlun Reykjavíkur