Rúm­leg­a 85 prós­ent lands­mann­a segj­ast hafa fund­ið fyr­ir jarð­skjálft­um síð­ust­u daga eða vik­ur. Þett­a kem­ur fram í nýj­um þjóð­ar­púls­i Gall­up.

Ríf­leg­a helm­ing­ur lands­mann­a seg­ist hafa fund­ið mik­ið fyr­ir skjálft­um en rúm­leg­a 37 prós­ent segj­ast hafa fund­ið lít­ið eða ekk­ert fyr­ir þeim. Sam­kvæmt þjóð­ar­púls­in­um hef­ur ungt fólk frek­ar fund­ið mik­ið fyr­ir þeim, eða 71 prós­ent þeirr­a sem eru á aldr­in­um 18-30 ára mið­að við 32 prós­ent þeirr­a sem eru 60 ára og eldri.

Skjálft­arn­ir eiga upp­tök sín á Reykj­a­nes­skag­a og á Suð­ur­nesj­um hafa 88 prós­ent svar­end­a þar fund­ið mik­ið fyr­ir þeim, tæp­leg­a 63 prós­ent íbúa á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u, sex prós­ent á Norð­ur­land­i en eng­inn á Aust­ur­land­i.

Sam­kvæmt þjóð­ar­púls­in­um hafa mennt­un­ar­stig og fjöl­skyld­u­tekj­ur á­hrif á hvers­u vel fólk hef­ur fund­ið fyr­ir skjálft­un­um, því meir­i mennt­un sem fólk hef­ur er lík­legr­a að það hafi fund­ið vel fyr­ir þeim sem og því hærr­i sem tekj­ur þess eru. Fram kem­ur í til­kynn­ing­u frá Gall­up að á­stæð­urn­ar fyr­ir þess­u séu ekki ljós­ar og því velt upp hvort það teng­ist mis­mun­and­i mennt­un­ar­stig­um á bú­set­u­svæð­um eða hvort sé í kyrr­set­u eða á hreyf­ing­u þeg­ar skjálft­ar verð­a.

Þeir sem hafa fund­ið fyr­ir skjálft­um und­an­far­ið segj­a þá al­mennt ekki hafa vald­ið sér mikl­um á­hyggj­um. Tveir af hverj­um þrem­ur segj­a þá hafa vald­ið sér litl­um eða eng­um á­hyggj­um en ríf­leg­a 12 prós­ent segj­a þá hafa vald­ið sér mikl­um á­hyggj­um. Kon­ur eru lík­legr­i til að hafa mikl­ar á­hyggj­ur af þeim en karl­ar, eða 18 prós­ent kvenn­a og sjö prós­ent karl­a.

Þjóð­ar­púls­inn var tek­inn dag­an­a 5. til 9. mars og tóku 44,8 prós­ent af 1.600 ein­stak­ling­a úr­tak­i þátt í hon­um.