Arnar Þór Stefáns­son, hæsta­réttar­lög­maður, telur það ekki rétt metið hjá ríkis­stjórninni að það hefði brotið gegn jafn­ræðis­reglu að skikka alla sem eru bú­settir á Ís­landi í skimun á landa­mærunum, eins og sótt­varna­læknir mælti með. Það hefði jafn­vel verið meira meðal­hóf í því að skima bara þá sem eru bú­settir á Ís­landi fremur en alla sem koma til landsins.

Í minnis­blaði Þór­ólfs Guðna­sonar sótt­varna­læknis var lagt til að allir Ís­lendingar yrðu skikkaðir í skimun til að lág­marka á­hættu á smiti innan­lands frá Ís­lendingum. Flest smit sem greinast hér á landi eru rakin til Ís­lendinga sem eru ný­komnir til landsins.

Katrín Jakobs­dóttir, for­sætis­ráð­herra, sagði til­­lögu Þór­ólfs í morgun ganga gegn jafn­ræðis­­reglunni.

„Það er grunn­þáttur í þessari jafn­ræðis­reglu að það má „mis­muna“ ef það styðst við mál­efna­leg rök. Mér finnst það alveg styðjast við mál­efna­leg rök að Ís­lendingar, eða réttara sagt þeir sem eru bú­settir á Ís­landi, að þeir þurfi að sæta skimun í Leifs­stöð eða fram­vísa PCR-prófi,“ segir Arnar Þór í sam­tali við Frétta­blaðið.

Íslendingar með mun meiri tengslanet inn í samfélagið

Þetta er byggt á þessum „tengsla­nets rökum“ segir Arnar en þeir sem eru bú­settir hér­lendis eru mun lík­legri til að vera í nánum sam­skiptum við fleiri ein­stak­linga en meðal ferða­maðurinn.

„Það má alveg gera greinar­mun á hópum fólks byggt á mál­efna­legum rökum og mál­efna­legu rökin eru að Ís­lendingar eru lík­legri til að fara inn í tengsla­netið sitt,“ segir Arnar Þór.

„En það gæti ein­hver lög­maður látið reyna á það,“ bætir hann við og segir þetta einungis vera sitt mat á jafn­ræðis­reglunni.

„Það var at­hyglis­vert að ríkis­stjórnin tók öfuga nálgun,“ segir Arnar Þór og bætir við að honum finnist allt­of langt gengið að allir bólu­settir þurfi að framvísa PCR prófi eða hraðprófi á landa­mærunum.

Arnar Þór telur hins vegar að ekki hafi verið ástæða til að fara í neinar aðgerðir á landamærunun en með þessum aðgerðum var meðlhófi ekki gætt. „Ég tel ekki þörf á neinu en líka út af meðal­hófi þá er meira meðal­hóf í því að taka þá sem eru bú­settir á Ís­landi heldur en að taka alla,“ segir Arnar Þór.

Hætt var að skima bólusetta á landamærunum 1. júlí.
Fréttablaðið/Valli

Sam­kvæmt minnis­blaði Þór­ólfs eru um 20% far­þega með ís­­lenskar kenni­­tölur þannig að dag­­legur fjöldi í þessum hópi er um 1.000 manns. „Sótt­varna­læknir hefur komið fram með þau skila­­boð að þeir far­þegar sem eru með víð­tækt tengsla­net hér á landi fari var­­lega fyrsu vikuna eftir heim­komu og fari í sýna­töku verði ein­­kenna vart sem bent geta til CO­VID-19.“

Segir Þór­ólfur að ef ekki sé talið fram­­kvæman­­legt að skikka Ís­­lendinga í sýna­töku ætti að hvetja þá til að fara í sýna­töku innan­­lands eins fljótt og auðið er eftir heim­komu.

Katrín sagði til­­lögu Þór­ólfs í morgun ganga gegn jafn­ræðis­­reglunni. „Ekki alveg, að því leytinu til að krafan um PCR eða hrað­próf er í fullu sam­ræmi við til­­lögur sótt­varnar­­læknis, svo leggur heil­brigðis­ráð­herra það til að það séu al­­menn til­­­mæli til þeirra sem eru bú­­settir hér á landi að mæta í skimun innan 24 tíma, sótt­varnar­­læknir leggur til að það sé skylda en þá erum við farin að ganga á jafn­ræðis­­regluna,“ sagði Katrín.