Rignt hefur gríðar­lega víðs vegar um Japan undan­farið. Meira en einni milljón íbúa hefur verið gert að yfir­gefa heimili sín. Í héruðunum Fuku­oka og Hiros­hima hafa verið gefnar út við­varanir vegna úr­hellisins.

Ein kona er látin og eigin­manns hennar og dóttur er saknað eftir að aur­skriða eyði­lagði tvö heimili í Naga­saki-héraði. Meira en 150 her­menn, lög­reglu­menn og slökkvi­liðs­menn hafa verið kallaðir út til að að­stoða við björgunar­að­gerðir.

„Þeir leita að týndum í­búum og fylgjast með hættunni á frekari aur­skriðum er rigningin heldur á­fram,“ segir em­bættis­maður í sam­tali við AFP.

Á­standið er verst í vestan­verðu landinu en búist er við miklum rigningum víða um landið á næstu dögum. Veður­fræðingurinn Yushi Adachi, sem starfar hjá japönsku veður­stofunni, segir rigningarnar „for­dæma­lausar.“

Frá björgunar­að­gerðum í Sago-héraði.
Fréttablaðið/EPA