Kín­versk stjórn­völd hafa stað­fest meira en 4500 til­felli af kórón­veirunni og fjölgaði til­fellum um rúm­lega 2800 frá sunnu­degi til mánu­dags. 106 eru nú taldir hafa látist úr kóróna­veirunni.

Flestir sem hafa látist eru bú­settir í Hubei-héraði í Kína, en veiran er talin eiga upp­runa sinn í Wu­han-borg í héraðinu.

Frétta­blaðið sagði frá því í gær að tveir Ís­lendingar væru í ein­angrun í Tor­revi­eja á Spáni vegna gruns um að hafa veikst af veirunni. Um er að ræða konu á sjö­tugs­aldri og karl­mann á sex­tugs­aldri en þau höfðu ný­verið ferðast til Kína.

Kín­verjar, sem höfðu áður bannað hóp­ferðir bæði innan- og utan­lands hafa nú biðlað til ríkis­borgara sinna að fresta öllum utan­lands­ferðum. Er það liður í til­raunum stjórn­valda þar í landi til að hefta út­breiðslu veirunnar.

Eins og áður segir kom veiran fyrst upp í Wu­han-borg en hefur nú breiðst út um allt Kína, auk sex­tán annarra landa.