Í gær greindust lang­mesti fjöldi Co­vid-smita innan­lands frá því að far­aldurinn hófst snemma á síðasta ári.

Innan­lands greindust 1.557 smit og 44 á landa­mærunum. Þetta eru nánast tvö­falt fleiri smit en í fyrradag er þau voru 839.

Gríðar­legur fjöldi er í ein­angrun, alls 7.585 manns og 6.424 í sótt­kví. Sex eru á gjör­gæslu vegna Co­vid, þar af fimm óbólu­settir í öndunar­vél.

Þetta kemur fram í bráða­birgða­tölum sem frá al­manna­vörnum. Af þeim sem greindust innan­lands voru 752 í sótt­kví, eða um 48 prósent.

Fjöldi tekinna sýna og önnur töl­fræði um far­aldurinn verður upp­færð á mánu­dag og birtast á co­vid.is, upp­lýsinga­vef al­manna­varna.