Í gær greindust langmesti fjöldi Covid-smita innanlands frá því að faraldurinn hófst snemma á síðasta ári.
Innanlands greindust 1.557 smit og 44 á landamærunum. Þetta eru nánast tvöfalt fleiri smit en í fyrradag er þau voru 839.
Gríðarlegur fjöldi er í einangrun, alls 7.585 manns og 6.424 í sóttkví. Sex eru á gjörgæslu vegna Covid, þar af fimm óbólusettir í öndunarvél.
Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum sem frá almannavörnum. Af þeim sem greindust innanlands voru 752 í sóttkví, eða um 48 prósent.
Fjöldi tekinna sýna og önnur tölfræði um faraldurinn verður uppfærð á mánudag og birtast á covid.is, upplýsingavef almannavarna.