Heildaruppskera ársins 2021 var svipuð og árið 2020 samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands.

Þegar bornar eru saman tölur milli ára má sjá að fjórtán prósent meiri uppskera var bæði af gulrótum og agúrkum og sautján prósenta aukning var á uppskeru blómkáls.

Þá jókst salatuppskera um 19 prósent og tómatauppskera um sexprósent.

Á síðasta ári var kartöfluuppskera fjórtán prósentum minni en árið á undan og segir á vef Hagstofunnar að þar spili kartöflumygla inni í. En kartöflumygla kemur upp með reglulegu millibili og getur valdið víðtækum uppskerubresti.