Ís­lend­ing­ur sem nú er í hald­i lög­regl­u í Murc­i­a­-hér­að­i á Spán­i vegn­a gruns um barn­a­níð hlaut fang­els­is­dóm á Ís­land­i fyr­ir kyn­ferð­is­brot gegn drengj­um í Vest­mann­a­eyj­um.

Eins og Frétt­a­blað­ið sagð­i frá í gær hef­ur mað­ur­inn sam­kvæmt spænsk­um fjöl­miðl­um ver­ið hand­tek­inn grun­að­ur um brot gegn börn­um sem hann hafi lokk­að til sín með sæl­gæt­i og pen­ing­um.

Mað­ur­inn, sem fædd­ur er á ár­in­u 1961, var dæmd­ur í Hæst­a­rétt­i ár­in­u 1994 vegn­a brot­a gegn fjór­um drengj­um í Vest­mann­a­eyj­um á ár­un­um 1990 til 1992. Fórn­ar­lömb­in voru á aldr­in­um níu til tólf ára.

Sam­kvæmt á­kær­unn­i hafð­i mað­ur­inn boð­að einn dreng­inn á sinn fund og sýnt hon­um kvik­mynd með klám­i og lát­ið dreng­inn „af­klæð­ast að nokkr­u leyt­i, far­ið hönd­um um getn­að­ar­lim drengs­ins og tek­ið lim hans í munn sér og jafn­framt tek­ið getn­að­ar­lim­inn út á sjálf­um sér og hand­leik­ið hann í við­ur­vist drengs­ins,“ eins og seg­ir í á­kær­unn­i.

Þá hafi hann söm­u­leið­is sýnt öðr­um dreng klám­kvik­mynd, tek­ið út getn­aðar­lim sinn og beð­ið dreng­inn „um að fara hönd­um um hann,“ sem pilt­ur­inn hafi neit­að og lát­ið sig hverf­a.

Mað­ur­inn hafi sýnt næst­a pilt­i klám­blöð í bíl­túr að Helg­a­fell­i og þreif­að inn und­ir bux­ur drengs­ins og fró­að sjálf­um sér við hlið barns­ins.
Fjórð­a dreng­inn í mál­in­u hafi mað­ur­inn einn­ig far­ið með í bíl­túr og sýnt klám­blöð. Hann hafi síð­an fró­að sér eft­ir að dreng­ur­inn hafi neit­að að „hand­leik­a“ kyn­fær­i hans.

Neit­að­i sök

Við með­ferð máls­ins neit­að­i mað­ur­inn stað­fast­leg­a sök að því er fram kem­ur í dóms­skjöl­um frá þeim tíma. Dreng­irn­ir héld­u fyr­ir sitt leyt­i fast í vitn­is­burð sinn.

„Við á­fram­hald­and­i rann­sókn máls­ins hafa dreng­irn­ir í litl­u sem engu kvik­að frá því sem eft­ir þeim var haft,“ seg­ir í um­fjöll­un Hér­aðs­dóms Suð­ur­lands. Mis­ræm­is hafi ekki orð­ið vart í fram­burð­i þeirr­a hvers um sig. „Þá styðj­a þær skýrsl­ur sem mæð­ur drengj­ann­a gáfu fyr­ir dómi í öll­um meg­in­at­rið­um þá nið­ur­stöð­u að máls­at­vik hafi ver­ið með þeim hætt­i sem dreng­irn­ir hafa lýst.“

Seg­ir síð­an í dómn­um að þrátt fyr­ir ein­dregn­a neit­un manns­ins þyk­ir ekki var­hug­a­vert að leggj­a fram­burð drengj­ann­a til grund­vall­ar og að þann­ig sé kom­in full sönn­un um sekt manns­ins.