Hallur Gunnar Er­lings­son, fyrr­verandi lög­reglu­maður, sem situr í gæslu­varð­haldi grunaður um að hafa skotið á bíl Dags B. Eggerts­sonar borgar­stjóra og hús­næði sam­fylkingarinnar um síðustu helgi fékk upp­reist æru árið 2010 fyrir gróf kyn­ferðis­brot.

Hallur var dæmdur 28. apríl 2003 fyrir kyn­ferðis­brot gegn þremur stúlkum á aldrinum ellefu til sex­tán ára sem allar tengdust honum fjöl­skyldu­böndum. Hann fékk á­tján mánaða fangelsis­dóm og var dómurinn stað­festur í Hæsta­réttar 20. nóvember sama ár.

Sam­kvæmt dómi Hæsta­réttar braut Hallur marg­sinnis á stúlku frá ellefu ára aldri, á árunum 1995 til 2000, með því að strjúka brjóst hennar, læri og kyn­færi utan og innan klæða og reynt í­trekað að stinga tungu sinni upp í hana. Hann braut einnig gagn­vart annarri stúlku á sama aldurs­bili og svo gegn þriðju stúlkunni sem var tólf ára árið 2012.

Hallur lauk af­plánun árið 2005 og sótti um upp­reist æru sumarið 2009. Sam­kvæmt um­fjöllun RÚV um málið árið 2017 fylgdu vott­orð frá sjö mönnum með um­sókn Halls þótt þess sé að­eins krafist að tveir menn votti fyrir að hegðun um­sækjanda hafi verið góð eftir af­plánun. Eitt af fórnarlömbum Halls steig þar fram og sagði frá ofbeldinu sem hún varð fyrir.

Þrjú bréfanna eru rituð skömmu áður en maðurinn sótti um upp­reista æru, tvö ó­dag­sett og tvö eru dag­sett áður en dómur féll í máli hans. Gefur það til­kynna að þau séu ekki skrifuð í tengslum við um­sókn hans um upp­reista æru. Í um­fjöllun RÚV segir að um­sagnirnar gefa ranga mynd af hegðun mannsins eftir hann af­plánaði dóm sinn en eitt af fórnarlömbum Halls steig þar fram og lýsti ofbeldinu sem hún varð fyrir.