Albanskur karl­maður á fimm­tugs­aldri, sem er grunaður um að hafa skotið Armando Beqirai til bana í Rauða­gerði í febrúar, hefur nú verið úr­skurðaður í fjögurra vikna gæslu­varð­hald vegna málsins. RÚV greindi fyrst frá en maðurinn hafði áður verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald.

Maðurinn var ein þriggja ein­stak­linga sem eru með réttar­stöðu sak­bornings og voru leiddir fyrir Héraðs­dóm Reykja­víkur í dag. Annar þeirra var úr­skurðaður í viku­langt gæslu­varð­hald en hinn í fjögurra vikna far­bann.

RÚV hefur það eftir Margeiri Sveins­syni, r­yfir­lög­reglu­þjóni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að héraðs­dómur hafi ekki fallist á kröfu lög­reglu um á­fram­haldandi gæslu­varð­hald yfir þeim sem var úr­skurðaður í far­bann. Ekki er búið að á­kveða hvort far­banns­úr­skurðinum verði á­frýjað.

Þrír eru nú í gæslu­varð­haldi í tengslum við málið, þar af tveir karl­menn og ein kona, og tólf í far­banni.