Ali Harbi Ali, sem á­kærður hefur verið fyrir morðið á breska þing­manninum David Amess, á­leit sig ganga erinda hryðju­verka­sam­takanna ISIS. Sam­kvæmt sak­sóknara hafði hann undir­búið ó­dæðið um ára­bil og hefur nú verið á­kærður fyrir morðið og skipu­lagningu hryðju­verks.

Ali réðst á Amess vopnaður hnífi er hann fundaði með kjós­endum í Essex á föstu­daginn og stakk Amess í­trekað, sem lést skömmu síðar.

Amess hafði setið á þingi fyrir Í­halds­flokkinn síðan árið 1983 og skilur eftir sig eigin­konu og fimm börn. Ali er sjálfur breskur ríkis­borgari og var faðir hans Harbi Ali Kulla­ne, sem einnig er bú­settur á Bret­landi, eitt sinn ráð­gjafi for­seta Sómalíu. Þar sinnti hann einkum verk­efnum er varða bar­áttuna gegn öfga­skoðunum og hryðju­verkum.

Blóm­sveigir fyrir utan breska þingið til minningar um Amess.
Fréttablaðið/Getty

„Við munum leggja fram fyrir dómi að morðið hafi verið hryðju­verk, það er að til­efni þess væri af trúar­legum og hug­mynda­fræði­legum toga,“ segir Nick Price sak­sóknari bresku krúnunnar.

Ali, sem er 25 ára gamall, kom fyrir dómara í West­min­­ster í dag. Hann sagði til nafns, gaf upp aldur og heimilis­­fang en tjáði sig ekki frekar. Hann verður á­­fram í varð­haldi en hann var hand­­tekinn skömmu eftir morðið. Lög­regla telur ekki að hann hafi átt sér vit­orðs­mann.

„Í fjöl­miðlum hafa verið miklar vanga­veltur um bak­grunn, sögu og hvað manninum sem nú er á­kærður gekk til,“ segir Matt Ju­kes, að­stoðar­yfir­lög­reglu­þjónn hjá lög­reglunni í London.

„Ég hef skilning á miklum á­huga al­mennings á málinu, en nú er á­kæra hefur verið lögð fram, er gríðar­lega mikil­vægt að allir sýni stillingu í opin­berri orð­ræðu um það, til að tryggja hlut­læga með­ferð málsins fyrir dóm­stólum.“

Í gær sagði Priti Patel, innan­ríkis­ráð­herra Bret­lands, að talið væri að þing­heimi stafaði um­tals­verð hætta nú af hryðju­verkum og líkur væru á að ráðist yrði gegn þing­mönnum.