Albanskur karl­maður á fimm­tugs­aldri, Angeljin Mark Sterka­j, sem hefur játað að hafa orðið Armando Bequiri að bana fyrir utan heimili hans þann 13. febrúar, hefur verið úr­skurðaður í á­fram­haldandi gæslu­varð­hald til 13. Maí en fyrri úr­skurður rann út í morgun. Greint er frá þessu á RÚV í dag.

Þar er haft eftir Margeiri Sveins­syni, að­stoðar­yfir­lög­reglu­þjóni, sem hefur farið með rann­sókn málsins, að rann­sókn málsins sé ekki lokið og að henni miði vel.

Frétta­blaðið greindi frá því í lok mars að Sterka­j er eftir­lýstur í Albaníu vegna vopnaðs ráns.

Á blaða­manna­fundi sem haldinn var um mann­drápið í Rauða­gerði í lok mars kom fram að morð­vopnið fannst við strendur í Reykja­vík og var eitt af því sem studdi við játningu Sterka­j en einnig var stuðst við ýmis gögn, svo sem fjar­skipta- og síma­gögn, upp­tökur og fram­burði vitna.