Lands­réttur hefur stað­­fest úr­­­skurð héraðs­­dóms um að tví­menningarnir í hryðju­­verka­­málinu skyldu ekki sæta á­­fram­haldandi gæslu­varð­haldi.

Þetta stað­­festir Einar Oddur Sigurðs­­son, lög­­maður annars sak­­borningsins í málinu.

Í síðustu viku hafnaði Héraðs­dómur Reykja­víkur kröfu um að mennirnir skyldu sæta á­fram­haldandi gæslu­varð­haldi.

Þeir voru báðir látnir lausir úr haldi í síðustu viku eftir að Lands­réttur felldi úr gildi gæslu­varð­halds­úr­skurð um á­fram­haldandi varð­hald þeirra eftir að geð­læknir mat mennina ekki hættu­lega.

Ekki þótti sannað, eða nægilega sterkur grunur fyrir því að mennirnir hefðu tekið ákvörðun um að fremja hryðjuverk, en til þess að úrskurða þá í frekara varðhald hefði það þurft að liggja fyrir.

Fréttin hefur verið uppfærð