Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um að tvímenningarnir í hryðjuverkamálinu skyldu ekki sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi.
Þetta staðfestir Einar Oddur Sigurðsson, lögmaður annars sakborningsins í málinu.
Í síðustu viku hafnaði Héraðsdómur Reykjavíkur kröfu um að mennirnir skyldu sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi.
Þeir voru báðir látnir lausir úr haldi í síðustu viku eftir að Landsréttur felldi úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð um áframhaldandi varðhald þeirra eftir að geðlæknir mat mennina ekki hættulega.
Ekki þótti sannað, eða nægilega sterkur grunur fyrir því að mennirnir hefðu tekið ákvörðun um að fremja hryðjuverk, en til þess að úrskurða þá í frekara varðhald hefði það þurft að liggja fyrir.
Fréttin hefur verið uppfærð