Maðurinn sem var handtekinn í Hlíðahverfinu í gærkvöldi vegna gruns um sölu fíkniefna var í endurkomubanni til Schengen-svæðisins. Að sögn lögreglu er hann þriðja ríkis borgari sem var í endurkomubanni vegna afbrots.

Ekki liggur fyrir hvernig maðurinn komst til Íslands en lögregla leiðir líkur að því að hann hafi framvísað fölskum skilríkjum. Málið er enn í skoðun en lögregla gerir ráð fyrir því að manninum verði vísað úr landi.