Búast má við vætu í flestum lands­hlutum í dag og verður hiti á bilinu átta til 16 stig en svalast verður á Vest­fjörðum. Að því er kemur fram í hug­leiðingum veður­fræðings hjá Veður­stofu Ís­lands verður „mein­laust veður“ í dag og á morgun.

„Fremur hæg breyti­leg átt, skýjað að mestu. Dá­lítil súld noð­vestan­lands framan­af, en skúrir í öðrum lands­hlutum. Hiti á bilinu 10 til 15 stig. Svipað á morgun, en þó minnstar skúrir á suð­vestur­horninu og Vest­fjörðum,“ segir enn fremur í hug­leiðingunum.

Veður­horfur næstu daga:

Á þriðju­dag:

Hæg aust­læg eða breyti­leg átt. Skýjað og lítils­háttar væta í flestum lands­hlutum. Hiti víða 10 til 15 stig.

Á mið­viku­dag:

Aust­læg átt 5-13 m/s og rigning með köflum, en úr­komu­lítið á Norður- og Vestur­landi. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast vestan­lands.

Á fimmtu­dag:

Breyti­leg átt 3-10 með vætu víða um land. Hiti 8 til 14 stig.

Á föstu­dag:

Suð­vest­læg átt, skýjað með köflum og dá­litlir skúrir á stöku stað. Hiti 11 til 17 stig.

Á laugar­dag:

Suð­læg átt og skýjað en úr­komu­lítið um landið sunnan- og vestan­vert, hiti 10 til 14 stig. Bjart­viðri á Norður- og Austur­landi með hita að 19 stigum.