Sér­stök um­ræða um öryggis- og varnar­mál fór fram á Al­þingi í dag og var Þor­gerður Katrín Gunnars­dóttir, þing­maður Við­reisnar, máls­hefjandi. Katrín Jakobs­dóttir, for­sætis­ráð­herra var til and­svara, en Þor­gerður spurði Katrínu meðal annars hvernig hún sæi fyrir sér varnir Ís­lands án við­veru varnar­liðs.

„Stríð Rússa gegn Úkraínu hefur gjör­breytt stöðu heims­mála. Inn­rásin er fyrst og fremst árás á sak­lausan al­menning í Úkraínu og dag­legt líf fólks en ekki síður er þessi inn­rás árás á lýð­ræðið sjálft, sjálf­stæði ríkja og full­veldi þeirra,“ sagði Þor­gerður við upp­haf um­ræðunnar. „Breyttar að­stæður kalla á stór­aukið sam­starf vest­rænna lýð­ræðis­ríkja og þar er Ís­land síður en svo undan­skilið,“ sagði Þor­gerður og þakkaði jafn­framt Katrínu fyrir opna á þessar mikil­vægu um­ræðu.

Þor­gerður sagði það mikil­vægt að horfa fram í tímann og meta stöðu Ís­lands í nýju ljósi. Hvað megi bæta og hvað þurfi að gera. Rétt eins og ná­granna­ríkin hafa gert. Hún benti á í því sam­hengi að við­brögð ná­granna­ríkjanna hafa verið skýr og sterk, ekki síst í Dan­mörku, Finn­landi og Sví­þjóð. „Aukið sam­starf hefur verið þar megin­stefið,“ sagði Þor­gerður.

„Það er alveg ljóst að að­gerðir Ís­lands í öryggis- og varna­málum verða nú að taka mið að breyttri heims­mynd og nýjum ógnum vest­rænna lýð­ræðis­þjóða. Í þessu felst m.a. virkara sam­starf í gegnum tví­hliða varnar­samninginn við Banda­ríkin og aukin þát­taka okkar í borgar­legum verk­efnum NATÓ,“ sagði Þor­gerður og benti á að önnur ríki leggi meira til varnar­sam­starfsins og af þeim sökum væri mikil­vægt að Ís­land leggi sitt að mörkum með ríkari hætti en áður.

„Í ljósi sam­eigin­legrar yfir­lýsingar Norður­landa­ríkjanna þann 15. ágúst sl. er líka rétt að spyrja hvernig ríkis­stjórn Ís­lands ætli sér að styrkja og þróa NATÓ sem banda­lag eins og fram kom í yfir­lýsingunni. Þetta kom líka fram á leið­toga­fundinum í Madríd í sumar,“ sagði Þor­gerður og spurði Katrínu hvernig hún sæi fyrir sér að Ís­land láti til sín taka af meiri krafti á vett­vangi banda­lagsins. „Það þarf líka að gera varnar­sam­starfið við Banda­ríkin virkara,“ bætti Þorgerður við.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, spurði hvort ríkisstjórnin væri einhuga um að hafna viðveru herliðs á Íslandi.
Fréttablaðið/Valli

„Mikil­vægt að landið sé tryggt bæði með belti og axla­böndum“

Að mati Þorgerðar þarf að tryggja meðal annars að varnara­samningurinn taki með ó­tví­ræðum hætti á net­á­rásum og tryggi ó­rofið sam­band Ís­lands við um­heiminn á sviðið flutninga, orku­öryggis og fjar­skipta svo dæmi séu nefnd.

„Við megum heldur ekki gleyma því að Rússar hafa reglu­lega verið að kort­leggja sæ­strengina hér við landið. Nú síðast á síðasta ári voru hér rúss­nesk her­skip í lög­sögunni,“ sagði Þor­gerður sér­stak­lega í ljósi þess að Ís­land er nú skil­greint sem ó­vin­veitt ríki í þeirra augum.

Í ljósi skemmdar­verkanna á Nord-Stream gas­leiðslunum í Eystrar­saltinu þarf að fá á hreint að mati Þor­gerðar hvort fjar­skipti Ís­lands séu tryggð. Hún sagði einni skort á sér­fræði­þekkingu í varnar­málum á Ís­landi og spurði Katrínu hvernig hún sæi fyrir sér að bæta það áður en hún spurði að lokum hvort verk­ferlar um á­byrgð og á­kvörðunar­töku, ef óskað væri eftir varnar­að­stoð frá NATÓ eða Banda­ríkjunum, væru til staðar.

„Í þessu sam­hengi er for­vitni­legt að vita hvort for­sætis­ráð­herra sé enn þeirrar skoðunar að ný stefna NATO í öryggis- og varnar­málum snúi ekki að norður­slóðum, því að margt bendir til að þar fari fyrir­ferð Kín­verja og Rússa sí­fellt vaxandi. Er for­sætis­ráð­herra enn þeirrar skoðunar? Höfum líka í huga að her­laust smá­ríki eins og Ís­land er al­ger­lega undir öðrum komið í öryggis- og varnar­málum og þá er mikil­vægt að landið sé tryggt bæði með belti og axla­böndum,“ sagði Þor­gerður.

„Í ljósi um­mæla for­sætis­ráð­herrans um að ekki verði óskað eftir fastri við­veru varnar­liðs hér á landi vil ég því spyrja: Hvernig hyggst ríkis­stjórnin styrkja varnir landsins að öðru leyti? Að hvaða leyti hafa gjör­breyttar að­stæður á­hrif á endur­mat ríkis­stjórnarinnar er varðar varnar­stöðu og varnar­sam­starf landsins og er al­ger ein­hugur innan ríkis­stjórnarinnar um að skoða ekki við­veru varnar­liðs hér á landi til fram­búðar?“ spurði Þor­gerður að lokum.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, sagði það ekki forgangsatriði að opna hér herstöð að nýju.
Fréttablaðið/Valli

Þjóðaröryggisráð fundað þétt um innrás Rússa

Katrín hóf ræðu sína á því að taka undir með Þor­gerði um að á­rásar­stríð Rússa í Úkraínu hefði haft hörmungar í för með sér fyrir sak­laust fólk.

„En það hefur líka haft í för með sér breytingar í öryggis­málum á heims­vísu og þar erum við Ís­lendingar ekki undan­skildir,“ sagði Katrí og bætti við að það væri all­nokkur sam­staða um þjóðar­öryggis­stefnuna sem var sam­þykkt árið 2016.

„Með sam­þykkt stefnunnar voru einnig sam­þykkt lög um þjóðar­öryggis­ráð sem ég tel einnig að hafi sannað gildi sitt. Ég hef lagt á það mikla á­herslu í ríkis­stjórnar­tíð minni að efla starf þessa ráðs og þar hefur verið unnin mikil vinna undan­farin fjögur ár við að fylgja eftir öllum þáttum þjóðar­öryggis­stefnunnar. Frá því að inn­rás Rússa í Úkraínu hófst hefur ráðið sömu­leiðis fundað þétt um þá stöðu,“ sagði Katrín.

Katrín bætti við að nú væri unnið að upp­færslu mats ráðsins í þjóðar­öryggis­málum í ljósi þessarar breyttu stöðu, enda hefur hún á­hrif á flest­alla þætti sem þjóðar­öryggis­stefnan tekur til áður en snéri um­ræðunni að Ís­landi sér­stak­lega.

„Ég vil minna á það að fram­lög til varnar­mála hafa verið aukin veru­lega á síðasta kjör­tíma­bili sem snýr fyrst og fremst að því að efla við­hald á varnar­mann­virkjum á Kefla­víkur­svæðinu. Við höfum líka verið að auka fram­lög til net­öryggis­mála. Sú á­hersla fellur ekki af himnum ofan heldur metum við það svo að þar sé raun­veru­leg hætta á ferð og því höfum við mark­visst verið að auka fram­lögin til þeirra. Þegar horft er á fjár­mála­á­ætlun þá fara þessi fram­lög vaxandi og er þar tekið til ýmissa fjöl­þátta­ógna og net­öryggis, af því að það verk­efni að tryggja varnir landsins snýst ekki að­eins um hefð­bundna hernaðar­lega ógn heldur líka um net­öryggi, fjar­skipta­öryggi og öryggi okkar mikil­vægu inn­viða,“ sagði Katrín.

Katrín sagði að skemmdar­verkin á gas­leiðslunum í Eystrar­salitinu vissu­lega færa ógnina mjög nærri okkur Ís­lendingum.

„Við höfum fylgst grannt með þessum at­burðum og verið í sam­skiptum við ná­granna­ríki okkar um að­gerðir og við­búnað og munum bregðast við í sam­ræmi við þau gögn sem við fáum. Ég vil nefna það sér­stak­lega í þessu sam­bandi að það er mjög mikil­vægt að við treystum betur í sessi vara­sam­bönd um gervi­hnetti og ráðumst í endur­nýjun á rat­sjár- og fjar­skipta­kerfum. Veru­leg aukning í fjár­laga­frum­varpi næsta árs til að efla net­öryggi er mikil­vægur liður í því að treysta varnir okkar. En ég vil líka sér­stak­lega nefna lagningu sæ­strengsins Írisar sem verður tekinn í notkun í upp­hafi næsta árs. Það er mjög mikil­vægur á­fangi í því að efla fjar­skipta­öryggi Ís­lands við Bret­land og megin­land Evrópu. Þessi mál voru til um­fjöllunar á vett­vangi þjóðar­öryggis­ráðs á síðasta kjör­tíma­bili þar sem við fjölluðum um öryggi þessara tenginga.“

„At­burðirnir í Eystra­salti draga líka að mínu viti fram mikil­vægi nor­ræns sam­starfs, sem þing­maður nefnir hér, og yfir­lýsing okkar for­sætis­ráð­herra Norður­landanna undir­strikar vilja okkar til að eiga aukið sam­starf á þeim vett­vangi um þennan mála­flokk. Við höfum einnig aukið þátt­töku okkar í sam­eigin­legum að­gerðum á vett­vangi At­lants­hafs­banda­lagsins. Þó að við séum her­laus þjóð þá tökum við þátt í þeim verk­efnum sem við teljum okkur geta leyst vel af hendi og leggjum til sér­fræði­þekkingu í sam­ræmi við al­þjóð­legar skuld­bindingar. Öll okkar þátt­taka er hins vegar á borgara­legum for­sendum,“ sagði Katrín.

Katrín benti jafn­framt á að ríkis­stjórnin hefur auk fram­lög til mann­úðar­mála og tekið á móti flótta­fólki. „Við höfum sett aukna fjár­muni í á­ætlun At­lants­hafs­banda­lagsins í Úkraínu, þróun sér­fræði­þekkingar á sviði öryggis- og varnar­mála og sömu­leiðis greitt kostnað vegna flutnings­búnaðar og ýmissa gagna frá banda­lags­ríkjum til Pól­lands.“

Herstöð ekki forgangsatriði í okkar vörnum

Katrín tók undir með Þor­gerði síðan að mikil­vægt væri að byggja upp þekkingu og þjálfun á öllum þeim sviðum sem varða þjóðar­öryggi.

„Þjóðar­öryggis­ráð hefur ein­mitt bent á að auka þurfi sér­fræði­þekkingar­svið net­öryggis innan stjórn­kerfisins og auka rann­sóknir og greiningu. Ég kem kannski nánar inn á það í lokin en í­treka mikil­vægi þess að við ræðum þessi mál hér í þing­sal,“ sagði Katrín að lokum.

Á annan tug þing­manna tóku þátt í um­ræðunni áður en Þor­gerður Katrín og Katrín lokuðu henni aftur en í seinni um­ferð í­trekaði Þor­gerður spurningu sína um kosti og galla við­varandi veru varnar­liðs hér á Ís­landi. „Eða hefur þetta ekki verið rætt innan ríkis­stjórnarinnar?“ spurði Þor­gerður Katrín.

Katrín svaraði Þor­gerði í síðustu ræðu dagsins með því að segja að það væri ekki for­gangs­at­riði í okkar vörnum að hér væri her­stöð.

„Það er nokkuð sem ég hef meðal annars rætt á vett­vangi At­lants­hafs­banda­lagsins og ekki fengið kröfu um það þaðan. Ég legg á það á­herslu að þjóðar­öryggis­stefnan sem var sam­þykkt 2016 hún hefur reynst vel. Af hverju hefur hún reynst vel? Vegna þess að hún er plagg sem tekur á fleiri þáttum en bara hinum hef­bundnu hernaðar­legum þáttum,“ sagði Katrín þar sem þjóðar­öryggis­stefnan tæki til sam­fé­lags­legs öryggis og net­öryggis meðal annars.