Líf Magneu­dóttir, borgar­full­trúi Vinstri grænna, segist telja að Reykja­víkur­borg eigi að draga veru­lega úr fram­boði dýra­af­urða eða hætta al­farið að bjóða upp á þær í mötnu­neytum borgarinnar. Líf lýsir skoðun sinni í Face­book færslu og segist yfir sig glöð með hvatningu Sam­taka græn­kera, sem hvetja yfir­völd til að hætta að bjóða upp á dýra­af­urðir í skólum.

Í færslunni segist Líf hafa lært að sam­staðan og sam­talið skili bestum árangri. Vanda þurfi til verka, bæði með fræðslu og upp­lýsingum. „Nú höfum við sam­þykkt nokkrar mikil­vægar stefnur í Reykja­vík þ.m.t. mann­réttinda­stefnuna, matar­stefnuna og að­gerðar­á­ætlun í lofts­lags­málum. Allt eru þetta stefnur sem miða að sama mark­miði. Að hlúa að fólki og náttúru. Að fækka eða hætta með kjöt­daga í mötu­neytum borgarinnar er sam­nefnari þessara stefna,“ skrifar Líf.

Hún segir að slíkt myndi stuðla að aukinni lýð­heilsu, meiri jöfnuði og þá myndi það stemma stigu við loft­lags­vánni. Á virkum degi á vegum borgarinnar séu um 23 þúsund manns í mat. Þar séu leik- og grunn­skóla­börn í meiri­hluta og síðan kemur stars­fólk borgarinnar. Ár­lega séu þetta um 7,7 milljónir mál­tíða með öllu.

„Það er mín skoðun að megin­uppi­staðan í málítðum eigi að vera græn­meti og á­vextir. Við ættum að draga veru­lega úr fram­boði dýra­af­urða eða hætta al­farið að bjóða upp á þær í mötu­neytum borgarinnar. Ég held að lang­flestir sem kynni sér þessi mál sjái að þetta er bæði skyn­sam­legt og hollt og gott til fram­tíðar. Ég er líka á­nægð að við í meiri­hlutanum eru sam­stíga í þessum pælingum. Vonandi skilar það sér síðan í á­þreifan­legum og rót­tækum að­gerðum í borginni.“