Há­værir orð­rómar eru nú um að Meg­han Markel, her­toga­ynja af Sus­sex, og eigin­kona Harry Breta­prins, í­hugi þátt­töku í banda­rískum stjórn­málum. Þau hjónin áttu skömmu fyrir banda­rísku for­seta­kosningarnar í nóvember fund með Gavin New­som, ríkis­stjóra Kali­forníu. Heimildar­maður í nánum tengslum við hjónin segir fundinn þó ekki hafa verið pólitísks eðlis.

Mike Trujill­o, sem er hátt­settur innan Demó­krata­flokksins, segir í sam­tali við The Times Meg­han vera að „dýfa tánni í vatnið“ og hugsan­lega feta í fót­spor annarra þekktra sem á­kveðið hafa að taka þátt í stjórn­málum, líkt og Donald Trump, fyrr­verandi Banda­ríkja­for­seta og leikarans Arn­old Schwarzeneg­ger, sem var ríkis­stjóri Kali­forníu í tvö kjör­tíma­bil.

Þau hjónin búa nú í glæsi­hýsi vestur af Los Angeles með Archie, eins árs gömlum syni sínum. Þau hættu þátt­töku í störfum bresku konungs­fjöl­skyldunnar fyrir tæpu ári sem olli mikilli hneykslun og undrun víða um heim.

Undan­farið hafa þau Meg­han og Harry helgað sig góð­gerða­störfum og stofnað fram­leiðslu­fyrir­tækið Archwell Audio og skrifað undir verð­mætan samning vð banda­rísku streymis­veituna Net­flix og sænsku tón­listar­veituna Spoti­fy. Þau hafa staðið fyrir her­ferð til að vekja fólk til um­hugsunar um geð­heilsu og segir Trujill­o það geta verkað leið inn í stjórn­mál.

Meghan Markel, hertogaynjan af Sussex.

Orð­rómarnir segja að Meg­han hugnist að taka þátt í stjórn­málum í Kali­forníu sem lengi hefur verið vett­vangur fyrir ný­græðinga á hinu pólitíska sviði. Hugsan­lega muni hún sækjast eftir öldungar­deildar­þing­sætinu sem losnaði í Kali­forníu þegar Kamala Har­ris tók við em­bætti vara­for­seta 20. janúar er Joe Biden varð for­seti.