Megane E-Tech er boðinn í fimm mismunandi búnaðarútfærslum og vali um 40 kWh eða 60 kWh rafhlöðu við 160 kW rafmótor sem gefur annars vegar 130 hestöfl og allt að 300 drægi og hins vegar 220 hestöfl og allt að 470 km drægi. Bíllinn tekur mismunandi hleðslukosti, þar á meðal 22 kWh AC hleðslu, DC hleðslu og allt að 130kW hraðhleðslu í vönduðustu útgáfu bílsins sem gerir kleift að hlaða allt að 400 km drægi á rafhlöðuna á rúmum hálftíma.

Grunngerð Renault Megane E-Tech, sem ber heitið Equlibre (áður Zen), er með 12 tommu skjá í mælaborði, Arkamis hljómkerfi, hita í sætum og stýri og Android/Google-stýrikerfi í margmiðlunarkerfi bílsins sem stjórnað er frá 9 tommu skjá. Þá er Equlibre einnig með bakkmyndavél og nálægðarskynjurum, akreinavara og stýringu, aðfellanlega hurðarhúna, vegaskiltisnema og fjölmargt fleira.

Eins og áður segir er Renault Megane E-Tech boðinn í fimm mismunandi búnaðarútfærslum og er verðið frá 5.390 þúsundum króna fyrir Equlibre til 6.990 þúsunda króna fyrir Iconic sem er vandaðasta útgáfa Renault Megane E-Tech.