Með­limir Nor­rænu mót­stöðu­hreyfingarinnar vöktu at­hygli á Lækjar­torgi í dag þegar tveir með­limir hreyfingarinnar stilltu sér upp með fána Norður­vígis sem starfar undir gildum þjóð­ernis­fé­lags­hyggju.

„Við erum hér til þess að safna ný­liðum og vekja Ís­lendinga til um­hugsunar“ sagði Simon Lind­berg, leið­­togi Nor­dic Resistance Movement, í sam­tali við blaða­mann Frétta­blaðsins. Lind­berg segir Norður­vígi hafa verið til staðar í nokkurn tíma hér á landi og að þeir séu sí­­fellt að stækka.

Lögreglan kölluð til

Aðilar á vegum hreyfingarinnar sáu um að af­henda gangandi veg­far­endum bæklinga með upp­lýsingum um Norður­vígi. Sam­kvæmt bæklinginum er hvatt til mót­spyrnu og að ein­staklingar finni á ný víkinga­blóðið í æðum þeirra.

Lög­reglan hafði af­­skipti af hópnum stuttu fyrir há­­degi. Sam­kvæmt lög­reglu­full­trúa var einn maður hand­tekinn. Á­stæða hand­tökunnar var að maðurinn neitaði að segja til nafns. Honum var síðar sleppt eftir að hafa gefið upp nafn sitt.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Lögreglan hefur afskipti af hópnum.
Fréttablaðið/Anton Brink