Tjör­u hef­ur und­an­far­ið skol­að á land í Ísra­el með al­var­leg­um af­leið­ing­um fyr­ir dýr­a­líf. Vís­ind­a­fólk hef­ur beitt ó­van­a­legr­i að­ferð við að með­höndl­a skjald­bök­ur sem inn­byrt hafa tjör­u og gef­ið þeim maj­ón­es.

Um er að ræða eitt al­var­leg­ast­a um­hverf­is­slys í sögu Ísra­els en tjör­u hef­ur skol­að á land eft­ir 105 kíl­ó­metr­a langr­i strönd þess. Nátt­úr­u- og þjóð­garðs­stofn­un lands­ins seg­ir að tjar­an muni hafa var­an­leg á­hrif á strönd Ísra­els og líf­rík­i, bæði á land­i og legi.

Skjald­bök­urn­ar inn­byrð­a tjör­un­a sem fest­ist í melt­ing­ar­fær­um þeirr­a. Svo virð­ist sem maj­ón­es­ið, sem er þeyt­a gerð úr vatn­i og olíu, hjálp­i þeim að hafa hægð­ir og losn­a þann­ig við tjör­un­a. Maj­ón­es er bæði vatns­fæl­ið (bland­ast ekki vatn­i) og vatns­fík­ið (bland­ast vatn­i) er það leys­ist upp í melt­ing­ar­fær­um. Vatns­fæln­u hlut­ar þess bland­ast við ol­í­u­kennd­a og vatn­fæl­and­i tjör­un­a og vatns­fíkn­u hlut­ar maj­ón­es­ins bland­ast vatn­i í melt­ing­ar­fær­um skjald­bak­ann­a.

Þett­a hef­ur þau á­hrif að þykk­ir tjör­u­köggl­ar sem fest­ast í melt­ing­ar­fær­um dýr­ann­a verð­a þynnr­i af völd­um maj­ón­es­ins og hrað­a för þeirr­a um melt­ing­ar­veg­inn svo skjald­bök­urn­ar geti los­að sig við þá. Sömu að­ferð hef­ur ver­ið beitt á mann­fólk sem slas­ast vegn­a tjör­u sam­kvæmt rann­sókn frá 2014.

„Þær komu til okk­­ar full­­ar tjör­­u. Við höld­­um á­­fram að gefa þeim efni líkt og maj­­ón­­es, sem hreins­­ar melt­­ing­­ar­­fær­­i þeirr­­a á ein­f­ald­­an hátt og brýt­­ur nið­­ur tjör­­un­­a,“ seg­­ir Guy Ivgy, starfs­mað­ur Skjald­b­ök­­u­bj­örg­­un­­ar­­stofn­­un­ar Ísra­­els, við AP.

Enn hef­ur ekki ver­ið greint op­in­ber­leg­a frá upp­tök­um tjör­u­lek­ans. Ísra­elsk yf­ir­völd kröfð­ust þess fyr­ir dóm­stól­i að bann­að yrði að gefa út nokkr­ar upp­lýs­ing­ar um lek­ann sam­kvæmt New York Tim­es.

Þett­a er ekki ó­van­a­legt verk­lag af hálf­u stjórn­vald­a í mál­efn­um er varð­a þjóð­ar­ör­ygg­i eða sak­a­mál­a­rann­sókn­ir en hef­ur þær af­leið­ing­ar að enn ligg­ur ekki fyr­ir hvað­an tjar­an er upp­run­inn. Senn­i­leg­ast er þó að um sé að ræða leka úr skip­i.