Óskað var eftir að­stoð lög­reglunnar á höfuð­borgar­svæðinu á tólfta tímanum í gær­kvöldi vegna ölvaðs manns sem fór inn í hús­næði og vildi ekki fara.

Í skeyti frá lög­reglu kemur fram að hús­ráðandi hafi reynt að vísa manninum út en þá hafi maðurinn slegist við hann og hlaut hús­ráðandi skurð á enni. Hús­ráðandi var fluttur með sjúkra­bíl á slysa­deild en á­rásar­maðurinn var hand­tekinn og vistaður í fanga­klefa vegna rann­sóknar málsins.

Lög­reglu var svo til­kynnt um mann í annar­legu á­standi að grýta hús í hverfi 105 á níunda tímanum í gær­kvöldi. Maðurinn var meðal annars sagður hafa brotið rúðu. Lög­regla ræddi við manninn sem neitaði í fyrstu en viður­kenndi síðar að hafa kastað einu grjóti. Kvaðst hann ekki muna hvort eitt­hvað hafi brotnað, að sögn lög­reglu.

Þá hafði lög­regla af­skipti af manni í annar­legu á­standi á hóteli í hverfi 105. Maðurinn vildi ekki yfir­gefa hótelið og fór ekki að fyrir­mælum lög­reglu. Hann var hand­tekinn og færður á lög­reglu­stöð þar sem hann var síðan vistaður vegna rann­sóknar málsins.

Rétt fyrir mið­nætti var lög­reglu svo til­kynnt um þjófnað á far­angri ferða­manns á hóteli í hverfi 105. Tveimur ferða­töskum var stolið sem í var fatnaður og ýmsir aðrir munir, meðal annars vega­bréf.

Um svipað leyti var lög­reglu til­kynnt um líkams­á­rás á veitinga­stað í hverfi 111. Maður í annar­legu á­standi réðst þar á öryggis­vörð, en öryggis­vörðurinn hafði verið kallaður á vett­vang til að vísa manninum út af veitinga­staðnum. Maðurinn var hand­tekinn og vistaður fyrir rann­sókn máls í fanga­geymslu lög­reglu.