Maður hlaut í vikunni sjö mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að flytja fíkniefni til landsins. Maðurinn var gripinn í tollhliði á Keflavíkurflugvelli með rúmlega 320 grömm af kókaíni, en hann kom til landsins frá Mallorca.

Efnin voru í tveimur pakkningum sem voru falin í sitthvorum skósólanum á skópari sem var í ferðatösku mannsins.

Styrkleiki efnanna var 53 til 55 prósent. Og er talið að hann hafi flutt þau til landsins í sölu- og ágóðaskyni.

Maðurinn, sem er erlendur ríkisborgari, hefur skýlaust játað háttsemi sína, en hann á ekki brotaferill hér á landi.

Líkt og áður segir hlaut hann sjö mánaða fangelsisdóm. Auk þess er honum gert að greiða samtals 1.2 milljón í sakar- og málskostnað.