Lögregla fékk klukkan eitt í nótt tilkynningu um bifreið með forgangsljós sem reyndi ítrekað að keyra á aðra bifreið í Laugardalnum.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en sá sem tilkynnti þetta var ökumaður hinnar bifreiðarinnar, en hann sagði bílinn með forgangsljósin ítrekað aka yfir gatnamót gegn rauðu ljósi.

Þá barst lögreglu önnur tilkynning um að bifreiðinni hefði verið ekið fast upp að næstu bifreið og kveikt á sírennu og blikkljósum og síðan ekið á móti umferð.

65 ára gamall ökumaður bifreiðarinnar var að sögn lögreglu stöðvaður skömmu síðar og handtekin og færður á lögreglustöð.

Fram kemur að eftir viðræður við hann hafi honum verið sleppt lausum, en gert að fjarlægja sírenurnar úr bíl sínum, sem voru ólöglegar.