Sam­ræmd vísi­tala neyslu­verðs á Evrópska efna­hags­svæðinu hefur hækkað um 9,5 prósent síðustu tólf mánuði.

Minnsta verð­bólgan í Evrópu síðustu tólf mánuði mældist í Sviss, 3,2 prósent. Næst­lægst mældist hún á Ís­landi, 5,4 prósent.

Sam­ræmd vísi­tala neyslu­verðs er frá­brugðin þeirri vísi­tölu neyslu­verðs sem notuð er til verð­tryggingar hér á landi, þannig að hús­næðis­liðurinn er öðru­vísi reiknaður inn í þá sam­ræmdu en ís­lensku neyslu­vísi­töluna.

Sam­kvæmt þessu virðist verð­bólga of­mæld hér á landi um fjögur prósentu­stig saman­borið við önnur lönd.