Rúm­lega tví­tugur piltur segist hafa slasaðist tölu­vert í við­skiptum við lög­reglu í mið­borg Reykja­víkur í fyrrinótt. Sam­kvæmt skýrslu læknis á bráða­mót­töku er maðurinn lík­lega kjálka­brotinn.


Í skýrslu læknis á Læknavaktinni, sem pilturinn byrti mynd af á Instagram, að taka upp aðra hand­töku lög­reglunnar í mið­bænum á símann sinn þegar lög­reglu­maður æddi að honum og slengdi honum niður með þeim af­leiðingum að hann skall með and­litið í jörðina.


Við höggið hafi þá brotnað upp úr sex tönnum hjá manninum og hann hlotið skurð á hökuna. Þá grunar lækni á lækna­vaktinni að hann hafi kjálka­brotnað við höggið, sem fyrr segir. At­vikið átti sér stað í and­dyrinu á Loftinu við Bankastræti um klukkan 4 aðfaranótt laugardags.


Mynd­bandið sem maðurinn tók er komið í dreifingu á sam­fé­lags­miðlum en á því má sjá hvar tveir lög­reglu­menn eru að hand­taka mann þegar annar þeirra æðir að þeim sem var að taka upp, beindi pipar­úða að and­liti hans og hrópaði á hann að leggjast niður.


Maðurinn stað­festir at­vikið við Frétta­blaðið en vill ekki tjá sig um það í bili. Hann hyggst ráð­færa sig við lög­fræðing um fram­haldið í dag.

Ekki liggur fyrir hvað dró lögreglu í Bankastrætið í fyrrinótt eða hvers vegna maður var handtekinn þar. Þótt yfirleitt sé getið um handtökur í dagbókarfærslum lögreglu sem sendar eru til fjölmiðla, er ekki vikið að atvikinu sérstaklega í slíkum pósti en tekið fram að „nokkuð hafi verið um pústra“ í miðbænum fram til klukkan 5 um morguninn.


Sig­ríður Björk Guð­jóns­dóttir, lög­reglu­stjóri á höfuð­borgar­svæðinu, sagðist í sam­tali við Frétta­blaðið hafa óskað eftir því að málið yrði skoðað en gat að öðru leyti ekki tjáð sig um málið.

Fréttin var uppfærð klukkan 20:45: Áður stóð að maðurinn hefði verið að taka upp aðgerðir lögreglu þegar lögreglumaður æddi að honum og slengdi honum í jörðina með þeim afleiðingum að hann skall með andlitið í jörðina. Þær upplýsingar komu fram í skýrslu mannsins hjá lækni en lögreglan fullyrðir að hann hafi ekki hlotið þá eftir viðskipti við lögreglu.

Þá stóð að atvikið hefði átt sér stað aðfaranótt sunnudags en það var rangt. Atvikið átti sér stað aðfaranótt laugardags.