Lögreglan hafði í kvöld afskipti af hópi unglinga í verslunarmiðstöðinni Kringlunni sem var með læti og hótanir.

Frá þessu er greint í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en þar kemur fram að lögregla hafi rætt við hópin, og í kjölfarið hafi foreldrum unglingana og barnavernd verið tilkynnt um málið.

Þá var lögreglu tilkynnt um aðila sem var bitinn af hundi í Garðabæ. Það blæddi úr ökkla einstaklingsins og honum var ráðlagt að fara á sjúkrahús til aðhlynningar.

Auk þess var lögreglu tilkynnt um aðila sem var að áreita ungar stúlkur í Hafnafirði, en fram kemur að þegar lögreglu bar að garði hafi engin verið sjáanlegur.