Mexí­kanskur maður fékk holdris í þrjá daga eftir að hann tók örvandi lyf sem ætlað er nautum. Frá þessu er greint á vef breska blaðsins Metro en maðurinn þurfti að fara í að­gerð í kjöl­farið.

Þar kemur fram að maðurinn, sem ekki er nafn­greindur, hafi verið lagður inn á spítala í Reynosa í Mexíkó. Hann sagðist hafa tekið lyfið þar sem hann væri að fara að stunda kyn­líf með ó­nefndri konu.

„Hann hafði tekið inn örvandi lyf sem hann keypti í Veracruz og er notað af bændum á svæðinu til að örva naut­gripi til sæðinga,“ er haft eftir lækni mannsins. Ekki hafa borist fregnir af líðan mannsins.

Í frétt breska miðilsins er rifjað upp að mexí­kanski maðurinn sé ekki sá fyrst sem tekur ó­heppi­leg lyf í þessum til­gangi. Þannig var breskur maður í Bristol lagður inn á spítala í septem­ber síðast­liðnum eftir að hann hafði verið með holdris í 36 klukku­stundir.

Hann hafði fram að því slegið á sárs­aukann með verkja­lyfjum en var sendur beint í að­gerð.