Einn var með allar tölur réttar í Lottóinu og fær því tæpar 76 milljónir inn á reikninginn sinn. Miða­eig­andinn var á­skrifandi. Þetta kemur fram í til­kynningu frá Ís­lenskri get­spá.

Fimm miða­eig­endur skiptu með sér bónus­vinning og fær hver þeirra rúm­lega tvö hundruð þúsund krónur, tveir miðanna voru keyptir í Lottó-appinu, einni í Aðal­braut í Grinda­vík, einn í Olís í Reykja­nes­bæ og einn í Kram­búðinni í Hafnar­firði.

Enginn náði að landa fyrsta vinningi í Jóker en tíu spilarar fengu annan vinning og eiga þeir von á hundrað þúsund krónum inn á reikninginn sinn.

Heildar­fjöldi vinnings­hafa var 12.657.