Mann­rétt­ind­a­dóm­stóll Evróp­u hef­ur kom­ist að því að Reykj­a­nes­bær braut ekki á Arnar­i Helg­a Lár­us­syn­i, formanni vegn­a ófullnægjandi aðgengis fyrir fatlaða í tveim­ur bygg­ing­um sveit­ar­fé­lags­ins sem hýsa menningarstarfsemi.

Nið­ur­stað­a dóms­ins var birt í dag en þar er far­ið ít­ar­leg­a yfir sögu máls­ins og á­stæð­ur þess að Arnar Helg­i fór með mál­ið til dóm­stóls­ins.

Arnar beind­i kæru til MDE vegn­a brot­a á Mann­rétt­ind­a­sátt­mál­an­um sem hljót­ist af ó­full­nægj­and­i að­geng­i fyr­ir fatl­að­a að op­in­ber­um bygg­ing­um í Reykj­a­nes­bæ. Í kær­unn­i er vís­að til þriggj­a á­kvæð­a sátt­mál­ans: 8. grein um frið­helg­i eink­a­lífs og fjöl­skyld­u, 14. grein um bann við mis­mun­un og 6. grein um rétt­lát­a máls­með­ferð fyr­ir dómi.

Arnar Helg­i hélt því fram að með því að tak­mark­a að­geng­i hans að bygg­ing­un­um hafi ann­ars veg­ar ver­ið kom­ið í veg fyr­ir þátt­tök­u hans í menn­ing­ar­við­burð­um í sveit­ar­fé­lag­in­u og hins veg­ar ver­ið kom­ið í veg fyr­ir að hann gæti mætt í af­mæl­i og aðra viðburði sem að börn­un­um hans var boð­ið í en starf­sem­i ann­arr­ar bygg­ing­ar­inn­ar varð­ar að mest­u börn.

Forgangsröðuðu öðrum byggingum sveitarfélagsins

Í nið­ur­stöð­u dóm­stóls­ins fram að við skoð­un máls­at­vik­a yrði að skoð­a hvort að yf­ir­völd hafi upp­fyllt já­kvæð­ar skyld­ur sín­ar gagn­vart Arnar­i Helg­a til að tryggj­a mög­u­leg­a þátt­tök­u hans í sam­fé­lag­in­u.

En við nán­ar­i skoð­un gat dóm­stóll­inn ekki fall­ist á það að mis­mun­un hafi fal­ist í því að tryggj­a ekki að­geng­i Arnars Helg­a og var tek­ið til­lit til þess að sveit­ar­fé­lag­ið hafi í sam­ræm­i við lög frá ár­in­u 2011 haf­ið end­ur­bæt­ur á ýms­um bygg­ing­um til að tryggj­a að­geng­i fatl­aðr­a og á­stæð­a þess að ekki hafi ver­ið að­geng­i í þeim bygg­ing­um sem Arnar Helg­i nefnd­i var að þau hafi for­gangs­rað­að öðr­um bygg­ing­um eins og skól­um og í­þrótt­a­hús­næð­i.

Þá seg­ir að ýms­ar aðr­ar breyt­ing­ar og end­ur­bæt­ur í sveit­ar­fé­lag­in­u bent­u til þess að unn­ið væri að því að tryggj­a að­geng­i fyr­ir alla og að ef dóm­stóll­inn hefð­i kom­ist að því að þau ættu að tryggj­a enn bet­ur að­geng­i hefð­i það sett „ó­hóf­leg­ar byrð­ar“ á sveit­ar­fé­lag­ið. Í ljós­i fyrr­i að­gerð­a og skuld­bind­ing­a sveit­ar­fé­lags­ins og rík­is­ins til að hald­a á­fram á þeirr­i veg­ferð komst dóm­stóll­inn að því að Arnar­i Helg­a hefð­i ekki ver­ið mis­mun­að

Arnar Helgi höfðaði fyrst málið árið 2015.
Mynd/Aðsend

Sýknað í héraði og Hæstarétti

Arnar Helg­i og SEM höfð­uð­u mál­ið gegn Reykj­a­nes­bæ árið 2015 og kröfð­ust þess að bæn­um yrði gert að breyt­a tveim­ur op­in­ber­um bygg­ing­um í bæn­um, Du­us­hús­i og 88 húsi til að bæta að­geng­i fatl­aðr­a. Var þess með­al ann­ars kraf­ist að hjól­a­stól­a­lyft­ur yrðu sett­ar upp, ská­braut­um fyr­ir hjól­a­stól­a kom­ið fyr­ir og út­bú­in yrðu bíl­a­stæð­i sér­merkt fötl­uð­um sem næst inn­gang­i.

Sveit­ar­fé­lag­ið var sýkn­að fyrst í hér­að­i og svo í Hæst­a­rétt­i með vís­an til sjálfs­stjórn­ar sveit­ar­fé­lag­a og for­ræð­is þeirr­a á for­gangs­röð­un fjár­mun­a.