Skyld­a for­eldr­a til að láta ból­u­setj­a börn sín áður en þau fara í leik­skól­a fer ekki í bága við ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu. Þett­a er nið­ur­stað­a Yfirdeildar Mann­rétt­ind­a­dóm­stóls Evróp­u í máli tékkneskra barna og foreldra þeirra, en þau fengu ýmist sekt eða var meinaður aðgangur að leikskólum vegna þess að börnin voru ekki ból­u­sett.

Málin voru höfðuð áður en að COVID-19 far­ald­ur­inn braust út en ljóst er þó að nið­ur­stað­a MDE hlýt­ur enn meir­a vægi af sök­um hans.

Sam­­kvæmt lög­um í Tékk­l­and­­i, sem deilt var um, þurf­­a for­­eldr­­ar að láta ból­­u­­setj­­a börn sín fyr­­ir nokkr­­um sjúk­­dóm­­um áður en þau fá að fara á leik­­skól­­a, nema réttlætanlegar ástæður séu fyrir því að bólusetja þau ekki, eins og heilsufarsástæður. Þó er ekki hægt að fram­­kvæm­­a ból­­u­­setn­­ing­­arn­­ar með vald­­i og ekki má mein­­a börn­­um að sækj­­a grunn­­skól­­a þó þau séu ó­b­ól­­u­­sett.

Grundvallardómur kveðinn upp af yfirdeild

Í dóminum er því slegið föstu að umrædd bólusetningarskylda skerð­i rétt­inn til eink­a­lífs. Eins og með flest réttindi sáttmálans getur skerðing réttinda verið lögmæt, ef hún er til dæmis nauðsynleg í lýðræðissamfélagi og til verndar réttindum annarra. Skerðing réttinda má þó ekki ganga lengra en nauðsynlegt er.

Þrátt fyrir að skylda til bólusetninga sé skerðing á friðhelgi einkalífs, fellst dómurinn á að víðtæk bólusetning í samfélögum geti verið nauð­syn­leg­ í lýð­ræð­is­sam­fé­lag­i. Það sé lögmætt markmið tékkneskra yfirvalda að tryggja hjarðónæmi til að veita viðkvæmum einstaklingum sem ekki þola bóluefni, vernd gegn því að faraldur blossi upp sem þeim steðji hætta af. Umrædd skerðing á mannréttindum sem bólusetningaskyldan er, telst því að mati dómsins réttlætanleg og fer ekki gegn ákvæðum sáttmálans.

Um grundvallardóm er að ræða hjá MDE en dómurinn er kveðinn upp af yfirdeild réttarins og hefur fordæmisgildi. Sextán af sautján dómurum standa að niðurstöðunni.

Vikið úr skóla fyrir að vera óbólusett

Í einu þeirr­a fimm mála sem fóru fyr­ir Mann­rétt­ind­a­dóm­stól­inn var um að ræða fjöl­skyld­u sem neit­að­i að láta ból­u­setj­a dótt­ur sína með ból­u­efn­i gegn mis­ling­um, hett­u­sótt og rauð­um hund­um. Stúlk­an fór í leik­skól­a árið 2006 en var vik­ið úr hon­um tveim­ur árum seinn­a er heim­il­is­lækn­ir lét skól­a­meist­ar­ann vita að barn­ið væri ób­ól­u­sett.

For­eldr­ar henn­ar kærð­u mál­ið til tékk­neskr­a dóm­stól­a sem dæmd­i þeim í óhag með þeim rök­semd­um að feng­i stúlk­an að fara í skól­ann ób­ól­u­sett væri sam­nem­end­um henn­ar stefnt í hætt­u. Í hin­um mál­un­um höfð­u börn ekki feng­ið leik­skól­a­pláss og einn fað­ir var sekt­að­ur fyr­ir að hafa ekki lát­ið ból­u­setj­a börn sín að full­u.

Fleir­i ríki Evróp­u­sam­bands­ins hafa lög­fest skyld­u for­eldr­a til að láta ból­u­setj­a börn sín, til að mynd­a Þýsk­a­land, Frakk­land og Ítal­í­a.