Bandaríska skyndibitafæðukeðjan McDonalds tilkynnti í vikunni tímabundna markaðsherferð sem gengur út á að bjóða fullorðnum að kaupa fullorðins barnabox líkt og þekktust á árum áður. Þá verða fræg leikföng inn í boxinu.

Neytendum býðst að velja á milli Big Mac hamborgara eða kjúklinganagga og verða fígúrurnar Grimace, Hamburglar, Birdie og Cactus Buddy í boxinu.

Salan hefst eftir helgi og er markaðsátakið unnið í samstarfi við fatamerkið Cactus Plant Flea Market.

„Við erum að taka eina eftirminnilegustu minningu fólks af McDonalds og setja hana í nýjar umbúðir sem eru ætlaðar fyrir fullorðna,“ ko mfram í yfirlýsingunni frá McDonalds.