Þetta er besti árangur hingað til í þessum flokki, eftir að nýir prófunarstaðlar voru kynntir. Á sama tíma hlaut Mazda MX-30, 87 stig fyrir getu sína til að vernda börn í bílnum. "Umfang öryggiskerfa og virkni þeirra skipta ótrúlega miklu máli þegar bílar eru öryggisprófaðir og hvort bíll geti náð 5 stjörnum. Mazda MX-30 er vel búinn fjölda virkra öryggiskerfa til að koma í veg fyrir árekstur við aðra vegfarendur, hvort sem það eru bílar í umferðinni eða gangandi eða hjólandi vegfarendur. Kerfið er útbúið skynjurum sem aðstoða ökumann við að greina aðkallandi hættur í umhverfinu og láta ökumann vita um leið" segir í fréttatilkynningu frá Mazda.

MX-30 er búinn Smart City Brake stuðning sem er stöðugt að fylgjast með hraða bílsins og fjarlægð í næstu hindrun og bregst við óvæntum hindrunum. Mazda MX-30 rafbíll er loks búinn 10 loftpúðum, sem er nýtt hjá Mazda. Öryggispúðar eru t.a.m staðsettir milli ökumanns og farþega að framan auk hliðarpúða í aftursæti.