Bíllinn kallast Mazda Vision Study Model og er tveggja sæta rafdrifinn sportbíll. Bíllinn er aðeins til á mynd þar sem Mazda hefur ekki frumsýnt fullvaxið eintak af bílnum enn þá. Um eins konar arftaka RX-línunnar gæti verið að ræða en þeir bílar notuðu Wankel vélar, og sá síðasti sem bar RX nafnið var Vision-RX tilraunabíllinn. Mazda áætlar að 40% af sölu þeirra verði í 100% rafdrifnum bílum árið 2030 og er með það í kortunum að fjárfesta í eigin rafhlöðuframleiðslu.