Mazda hefur ekki gefið mikið af tækniupplýsingum upp með vélinni. Vitað er að hún verður langsum í bílnum og verður tengd fjórhjóladrifi. Búast má við að næsta kynslóð Mazda 6, sem væntanleg er árið 2022, verði með vélina strax frá upphafi. Sá bíll verður einnig með afturdrifi svo líklega verða fleiri en ein vél í boði þegar hann kemur á markað. Með því að fara þessa leið mun Mazda geta keppt við bíla eins og BMW 3-línu og Kis Stinger GT S svo eitthvað sé nefnt. Hvort nýr Mazda 6 verði svo boðinn í Evrópu á eftir að koma í ljós en talsmenn Mazda hafa forðast að svara spurningum þess efnis.