Val þetta fer fram á hverju ári og þótt að miðað sé við hefðbundin gildi eins og eyðslu, notagildi og aksturseiginleika er þar með ekki öll sagan sögð. Dómnefndin er líka með önnur gildi sérvalin af konum sem ekki eru gefin upp. Um valið í ár höfðu þær þó það að segja að bíllinn vakti athygli fyrir „þroskað Kodo hönnunarútlitið“ sem sameinar einfaldar en samt ákveðnar línur. Bíll ársins í fyrra hjá konunum var Volvo XC40.