Erlent

May boðar refsi­að­gerðir gegn Rússum

Forsætisráðherra Bretlands kemur fyrir þingið í dag og mun þar greina frá refsiaðgerðum ríkisins gagnvart rússneskum stjórnvöldum. Rússar harðneita að taugaeitur af gerðinni novichok sé þeirra.

Theresa May var harðorð í garð Rússa í ræðu sinni í breska þinginu á mánudag. Fréttablaðið/AP

Bresk stjórnvöld munu greina frá refsiaðgerðum gagnvart Rússlandi síðar í dag, en fresturinn sem Theresa May, forsætisráðherra Breta, gaf rússneskum stjórnvöldum til þess að varpa ljósi á taugaeitur, rann út á miðnætti í gærnótt.

Liðnar eru um tvær vikur síðan fyrrverandi njósnarinn Sergei Skripal og dóttir hans fundust meðvitundarlaus eftir að hafa komist í tæri við taugaeitur af gerðinni novichok í Salisbury á Englandi. 

Novichok eitrið var þróað af Sovétmönnum seint á síðustu öld. Sergei Lavrov segir ásakanir May, sem hélt harðorða ræðu í breska þinginu, vera algjöran þvætting. Rússnesk stjórnvöld hafi ekki með neinum hætti komið að því að byrla Skripal-feðginum eitrinu. Enn fremur hafa Rússar farið fram á gögn sem sanna að eitrið sé þeirra og munu ekki sýna samstarfsvilja til þess að leysa málið fyrr en slíkt er gengið í gegn.

May hefur hins vegar fengið stuðning úr fjölmörgum áttum, meðal annars frá Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Donald Trump Bandaríkjaforseta.

Málið er hið allra óheppilegasta fyrir Rússa, en Skripal gerðist gagnnjósnari á sínum tíma og hefur búið í Bretlandi í fjölda ára. Þá fannst rússneski auðmaðurinn Nikolai Glushkov látinn á heimili sínu í London á mánudaginn. Hann er góður vinur Boris Berezovsky, pólitísks andstæðings Vladimír Pútín.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Eitrað fyrir Skripal og dóttur hans

Erlent

Skripal-leik Rússa og Breta fram haldið

Erlent

Rússar krefjast sönnunar að eitrið sé þeirra

Auglýsing

Nýjast

Erlent

Upp­blásnir smokkar notaðir gegn Ísraels­mönnum

Lögreglan

Tómas Már fundinn

Innlent

Trump mótmælt á Austurvelli

Ísrael

Eigin­kona Netanja­hú kærð fyrir bruðl með al­manna­fé

Innlent

Atli Helga­son fær ekki lög­manns­réttindin að nýju

Innlent

Á­rásin á Austur­velli til­efnis­laus og hrotta­fengin

Auglýsing