Ghisla­ine Maxwell, sam­starfs­kona Jef­frey Ep­stein til margra ára, var í dag á­kærð í fyrsta sinn fyrir kyn­lífsman­sal stúlkna undir aldri þegar hún var af sak­sóknurum sökuð um að hafa undir­búið 14 ára stúlku til að stunda kyn­líf með Esptein og síðar borgað stúlkunni fyrir það.

Form­leg stefna var birt í dag þar sem kemur fram að stúlkan á að hafa mörgum sinnum á milli 2001 og 2004 nuddaði stúlkan Ep­stein nakin á heimili hans í Palm Beach í Flórída auk þess sem hann stundaði með henni kyn­líf.

Nýju á­kærurnar ganga lengra en þær sem hafa verið birtar henni áður þar sem hún er að­eins sökuð um að hafa að­stoðað Ep­stein við að finna, undir­búa og að lokum kyn­ferðis­lega mis­nota stúlkur. Sú á­kæra nefndi ekki kyn­lífsman­sal.

Í þeirri nýju segir að eftir að stúlkan nuddaði Ep­stein hafi Maxwell, eða ein­hver annar, greitt henni hundruð dollara í reiðu­fé.

Nýja á­kæran kemur um níu mánuðum eftir að Maxwell var hand­tekin vegna gruns um að hafa lokkað stúlkur undir aldri inn í heim Ep­stein og þannig stuðlað að mis­notkun hans á þeim. Þá segir að bæði hún og Ep­stein hafi hvatt stúlkurnar til að fá aðrar stúlkur með til að nudda Ep­stein. Stúlkan á að hafa komið með fjölda annarra stúlkna og kvenna til að nudda hann sem hún greiddi síðar.

Maxwell hefur verið í fangelsi frá því að hún var hand­tekin í júlí og bíður þess að mál hennar fari fyrir dóm­stóla í Man­hattan. Hún segist ekki sek af þeim á­kærum. Ep­stein hengdi sig í fanga­klefanum sínum í ágúst á síðasta ári.

Greint er frá New York Times.