Ghislaine Maxwell, samstarfskona Jeffrey Epstein til margra ára, var í dag ákærð í fyrsta sinn fyrir kynlífsmansal stúlkna undir aldri þegar hún var af saksóknurum sökuð um að hafa undirbúið 14 ára stúlku til að stunda kynlíf með Esptein og síðar borgað stúlkunni fyrir það.
Formleg stefna var birt í dag þar sem kemur fram að stúlkan á að hafa mörgum sinnum á milli 2001 og 2004 nuddaði stúlkan Epstein nakin á heimili hans í Palm Beach í Flórída auk þess sem hann stundaði með henni kynlíf.
Nýju ákærurnar ganga lengra en þær sem hafa verið birtar henni áður þar sem hún er aðeins sökuð um að hafa aðstoðað Epstein við að finna, undirbúa og að lokum kynferðislega misnota stúlkur. Sú ákæra nefndi ekki kynlífsmansal.
Í þeirri nýju segir að eftir að stúlkan nuddaði Epstein hafi Maxwell, eða einhver annar, greitt henni hundruð dollara í reiðufé.
Nýja ákæran kemur um níu mánuðum eftir að Maxwell var handtekin vegna gruns um að hafa lokkað stúlkur undir aldri inn í heim Epstein og þannig stuðlað að misnotkun hans á þeim. Þá segir að bæði hún og Epstein hafi hvatt stúlkurnar til að fá aðrar stúlkur með til að nudda Epstein. Stúlkan á að hafa komið með fjölda annarra stúlkna og kvenna til að nudda hann sem hún greiddi síðar.
Maxwell hefur verið í fangelsi frá því að hún var handtekin í júlí og bíður þess að mál hennar fari fyrir dómstóla í Manhattan. Hún segist ekki sek af þeim ákærum. Epstein hengdi sig í fangaklefanum sínum í ágúst á síðasta ári.