Innlent

Látinn laus eftir hnífstunguárás

Maðurinn sem er grunaður um að hafa stungið annan mann með hníf við Skeifuna í Reykja­vík í nótt var látinn laus að lokinni skýrslu­töku. Yfir­lög­reglu­þjónn á höfuð­borgar­svæðinu segir laga­legar for­sendur fyrir gæslu­varð­haldi ekki fyrir hendi.

Maðurinn fluttur á slysadeild, hann er ekki talinn í lífshættu. Fréttablaðið/Eyþór

Ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir manninum sem grunaður er um stunguárás í Skeifunni í nótt. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Fréttablaðið að lagalegar forsendur séu ekki fyrir hendi til að fara fram á gæsluvarðhald yfir manninum þrátt fyrir alvarleika árásarinnar. Hann var því látinn laus að lokinni skýrslutöku. Karl Steinar vildi ekki tjá sig um það hvort játning lægi fyrir í málinu.

Sjá einnig: Ekki í lífs­hættu eftir hnífs­tungu­á­rás í nótt

Lögreglu barst tilkynning klukkan fimm í nótt um árásina. Gerandinn er sagður hafa stungið manninn ítrekað í neðri hluta líkamans svo hann hlaut djúpa skurði. Maðurinn fluttur á slysadeild, hann er ekki talinn í lífshættu. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Spár hafa versnað fyrir kvöldið og nóttina

Innlent

Enn logar í Hval­eyra­r­braut: „Við gefumst ekki upp“

Innlent

Öllu innanlandsflugi aflýst vegna veðurs

Auglýsing

Nýjast

Einn látið lífið og fleiri slasast á mót­mælum „gulu vestanna“

Unnið að því að koma farþegum frá borði

Rannsókn á eldsupptökum í biðstöðu

Yfir­völd tryggja rekstur Lýð­há­skólans á Flat­eyri

Fjörutíu prósent félaga yfir sextíu ára aldri

Innanlandsflug liggur niðri vegna veðurs

Auglýsing