Rétt fyrir klukkan hálf sex í morgun var Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um karlmann í annarlegu ástandi sem hafði komið sér fyrir undir laufhrúgu fyrir utan íbúðarhús í miðborginni. 

Hann var vistaður í fangaklefa þar sem hann hafði ekki stjórn á sér sökum ölvunar og hafði ekki í nein önnur hús að venda.

Rétt eftir klukkan hálf tíu í morgun var tilkynnt um annan karlmann í annarlegu ástandi fyrir utan verslun í miðborginni. Honum var ekið í húsaskjól.

Þá voru tveir karlmenn handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum og tilkynnt um eitt innbrot í bifreið í miðborginni og annað í Kópavogi.