Innlent

Maður í annar­legu á­standi kom sér fyrir undir lauf­hrúgu

Maður í annarlegu ástandi kom sér fyrir undir laufhrúgu. Hann var vistaður í fangageymslu. Tveir voru handteknir grunaður um akstur undir áhrifum og tilkynnt um tvö innbrot í morgun.

Maðurinn kom sér fyrir undir laufhrúgu og var síðan vistaður í fangaklefa þar sem hann hafði ekki stjórn á sér sökum ölvunar og hafði ekki í nein önnur hús að venda. Fréttablaðið/Vilhelm

Rétt fyrir klukkan hálf sex í morgun var Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um karlmann í annarlegu ástandi sem hafði komið sér fyrir undir laufhrúgu fyrir utan íbúðarhús í miðborginni. 

Hann var vistaður í fangaklefa þar sem hann hafði ekki stjórn á sér sökum ölvunar og hafði ekki í nein önnur hús að venda.

Rétt eftir klukkan hálf tíu í morgun var tilkynnt um annan karlmann í annarlegu ástandi fyrir utan verslun í miðborginni. Honum var ekið í húsaskjól.

Þá voru tveir karlmenn handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum og tilkynnt um eitt innbrot í bifreið í miðborginni og annað í Kópavogi.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Kjaramál

„Stefnir í hörðustu átök á vinnu­markaði í ára­tugi“

Innlent

Loka við Skóga­foss

Innlent

Borgin segir bless við bláu salernisljósin

Auglýsing

Nýjast

Tvö hundruð eldingar á suð­vestur­horninu í gær

Þúsund ætla í Hungur­gönguna

LÍV vísar deilunni til ríkis­sátta­semjara

Heppi­legra að hækka launin oftar og minna í einu

Sigurður Ragnar í fjögurra og hálfs árs fangelsi

„Opin­berar sturlað við­horf við­semj­enda okkar“

Auglýsing