Innlent

Maður í annar­legu á­standi kom sér fyrir undir lauf­hrúgu

Maður í annarlegu ástandi kom sér fyrir undir laufhrúgu. Hann var vistaður í fangageymslu. Tveir voru handteknir grunaður um akstur undir áhrifum og tilkynnt um tvö innbrot í morgun.

Maðurinn kom sér fyrir undir laufhrúgu og var síðan vistaður í fangaklefa þar sem hann hafði ekki stjórn á sér sökum ölvunar og hafði ekki í nein önnur hús að venda. Fréttablaðið/Vilhelm

Rétt fyrir klukkan hálf sex í morgun var Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um karlmann í annarlegu ástandi sem hafði komið sér fyrir undir laufhrúgu fyrir utan íbúðarhús í miðborginni. 

Hann var vistaður í fangaklefa þar sem hann hafði ekki stjórn á sér sökum ölvunar og hafði ekki í nein önnur hús að venda.

Rétt eftir klukkan hálf tíu í morgun var tilkynnt um annan karlmann í annarlegu ástandi fyrir utan verslun í miðborginni. Honum var ekið í húsaskjól.

Þá voru tveir karlmenn handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum og tilkynnt um eitt innbrot í bifreið í miðborginni og annað í Kópavogi.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Vekja at­hygli á því sem gerist bak við luktar dyr slátur­húsa

Innlent

Leggjum á­herslu á hafið, lofts­lags­mál og vist­vænar orku­lausnir

Innlent

Brenndi rusl úr rúmdýnum í Varmadal

Auglýsing

Nýjast

Þúsundir flótta­manna við landa­mæri Mexíkó

Rússar vara Trump við afleiðingunum

Segir Hildi hafa verið kallaða „nettröll“ og „femínistatussu“

Krap á Holtavörðuheiði og hálka fyrir norðan

Hráki leiddi til átaka sem kostuðu 55 lífið

Rúðan í vél Icelandair var krosssprungin

Auglýsing