Innlent

Maður í annar­legu á­standi kom sér fyrir undir lauf­hrúgu

Maður í annarlegu ástandi kom sér fyrir undir laufhrúgu. Hann var vistaður í fangageymslu. Tveir voru handteknir grunaður um akstur undir áhrifum og tilkynnt um tvö innbrot í morgun.

Maðurinn kom sér fyrir undir laufhrúgu og var síðan vistaður í fangaklefa þar sem hann hafði ekki stjórn á sér sökum ölvunar og hafði ekki í nein önnur hús að venda. Fréttablaðið/Vilhelm

Rétt fyrir klukkan hálf sex í morgun var Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um karlmann í annarlegu ástandi sem hafði komið sér fyrir undir laufhrúgu fyrir utan íbúðarhús í miðborginni. 

Hann var vistaður í fangaklefa þar sem hann hafði ekki stjórn á sér sökum ölvunar og hafði ekki í nein önnur hús að venda.

Rétt eftir klukkan hálf tíu í morgun var tilkynnt um annan karlmann í annarlegu ástandi fyrir utan verslun í miðborginni. Honum var ekið í húsaskjól.

Þá voru tveir karlmenn handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum og tilkynnt um eitt innbrot í bifreið í miðborginni og annað í Kópavogi.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Tekinn aftur á ríflega 130 á Reykjanesbraut

Innlent

Lög­reglan leitaði að „Stúfi“ í Bú­staða­hverfi

Innlent

Tekinn á 132 með vélsleðakerru í eftirdragi

Auglýsing

Nýjast

Segja asbest í barnapúðri Johnson & Johnson

Kældi brennandi bíl með snjó

Glæ­ný Boeing-þota nauð­lendir í Íran

Braust inn í bíl en eigandinn sat undir stýri

Ölvaður maður bjálaðist í vegabréfaskoðun

Ísland er dýrasta land í Evrópu

Auglýsing