Mat­væla­stofnun varar við tínslu á kræklingi úr Hval­firði því DSP þörunga­eitur greindist yfir við­miðunar­mörkum í honum. Þetta kemur fram í frétta­til­kynningu MAST.

„DSP þörunga­eitur í kræklingi getur valdið kvið­verkjum, niður­gangi, ó­gleði og upp­köstum. Ein­kenni koma fram fljót­lega eftir neyslu og líða hjá á nokkrum dögum.

Full­trúi Mat­væla­stofnunar safnaði kræklingi 22. septem­ber s.l. við Foss­á í Hval­firði. Til­gangurinn var að kanna hvort al­menningi sé ó­hætt að tína krækling í Hval­firði. Niður­stöður mælinga leiddu í ljós að DSP þörunga­eitur var 1150 mg/kg í kræklinginum og er það yfir við­miðunar­mörkum, sem eru 160 mg/kg.

Eru neyt­endur sterk­lega varaðir við að neyta kræklings úr firðinum eins og staðan er. Stofnunin mun á­fram fylgjast með stöðu mála og láta vita þegar ó­hætt verður að neyta kræklings úr firðinum.“ segir í til­kynningunni.