Matvælastofnun (MAST) fagnar úttekt Ríkisendurskoðunar þar sem hún muni enn frekar styðja Matvælastofnun í að tryggja gegnsæ vinnubrögð og góða stjórnsýslu.

MAST hefur legið undir töluverðu ámæli að undanförnu og ákvað Ríkisendurskoðun að hefja frumkvæðisúttekt á eftirliti Matvælastofnunar með velferð dýra.

Í tilkynningu MAST segir að stofnuninni sé óheimilt að tjá sig um einstök mál, en vinni eftir útgefnu verklagi. Brugðist sé við öllum ábendingum um illa meðferð dýra, eigi þær við rök að styðjast sé metið til hvaða aðgerða rétt er að grípa.