Innlent

Matvælastofnun ákveður að loka Dalsmynni

Endurtekin brot hundaræktunarinnar að Dalsmynni verða nú til þess að staðnum verður lokað.

Dalsmynni. Fréttablaðið/GVA

Matvælastofnun hefur ákveðið að stöðva starfsemi Hundaræktarinnar í Dalsminni á grundvelli laga um velferð dýra. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stofnuninni.

Fram kemur að ekki hafi verið ráðst í þær úrbætur sem gera þurfi á starfseminni; einkum varðandi þjálfun, umönnun og umhirðu hundanna. Þá sé viðhaldi húsnæðisins ábótavant. 

Með ákvörðuninni er starfsemin í hundahúsum að Dalsmynni bönnuð. Bannað verður að flytja þangað inn hunda, para og rækta. Bannað verður að passa og geyma hunda á bænum. Óheimilt verður að nýta húsin undir hundahald nema að undangenginni úttekt.

Fram kemur að hundaræktuninni verði veittur frestur í einn mánuði til að ráðstafa hundum að Dalsmynni og komast þannig hjá vörslusviptingu hunda af hálfu Matvælastofnunar.

Í tilkynningunni segir að um endurtekin brot sé að ræða.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Deila sögum um á­reitni á vinnu­stað og krefjast vinnu­friðar

Innlent

Kallar eftir gögnum úr LÖKE: „Það er ekkert til í þessu“

Innlent

Boðið að drekka frítt í heilt ár gegn niður­fellingu

Auglýsing

Nýjast

Skyndi­­­lausnir duga ekki við al­var­legum vanda

Segir föður sinn hafa nýtt sér yfir­burði sína til að láta loka sig inni

Rökræða hvort allir megi kalla sig femínista

Hagar stað­festa að Helga Vala hafi ekki stolið sóda­vatni

Kona sleppur við fjárnám

Smá úrkoma en gott ferðaveður í dag

Auglýsing