Innlent

Matvælastofnun ákveður að loka Dalsmynni

Endurtekin brot hundaræktunarinnar að Dalsmynni verða nú til þess að staðnum verður lokað.

Dalsmynni. Fréttablaðið/GVA

Matvælastofnun hefur ákveðið að stöðva starfsemi Hundaræktarinnar í Dalsminni á grundvelli laga um velferð dýra. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stofnuninni.

Fram kemur að ekki hafi verið ráðst í þær úrbætur sem gera þurfi á starfseminni; einkum varðandi þjálfun, umönnun og umhirðu hundanna. Þá sé viðhaldi húsnæðisins ábótavant. 

Með ákvörðuninni er starfsemin í hundahúsum að Dalsmynni bönnuð. Bannað verður að flytja þangað inn hunda, para og rækta. Bannað verður að passa og geyma hunda á bænum. Óheimilt verður að nýta húsin undir hundahald nema að undangenginni úttekt.

Fram kemur að hundaræktuninni verði veittur frestur í einn mánuði til að ráðstafa hundum að Dalsmynni og komast þannig hjá vörslusviptingu hunda af hálfu Matvælastofnunar.

Í tilkynningunni segir að um endurtekin brot sé að ræða.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Læknafélagið leiðréttir Helgu Völu

Innlent

„Líkar þér við Ísland, þá áttu eftir að elska Svíþjóð.“

Innlent

Sigurður keypti fíkniefnin á Benidorm

Auglýsing

Nýjast

Bílar

Mary Barra rak forstjóra Cadillac

Innlent

Emmsjé Gauti og Sveinbjörg Birna „battla“ um borgina

Erlent

Forsætisráðherra Armeníu segir af sér

Innlent

Segja nýbakaðar mæður fá þjónustu

Erlent

Lýst sem kynferðislega brengluðum lygara

Bílar

Forsetabíll Pútíns tilbúinn

Auglýsing