Innlent

Matvælastofnun ákveður að loka Dalsmynni

Endurtekin brot hundaræktunarinnar að Dalsmynni verða nú til þess að staðnum verður lokað.

Dalsmynni. Fréttablaðið/GVA

Matvælastofnun hefur ákveðið að stöðva starfsemi Hundaræktarinnar í Dalsminni á grundvelli laga um velferð dýra. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stofnuninni.

Fram kemur að ekki hafi verið ráðst í þær úrbætur sem gera þurfi á starfseminni; einkum varðandi þjálfun, umönnun og umhirðu hundanna. Þá sé viðhaldi húsnæðisins ábótavant. 

Með ákvörðuninni er starfsemin í hundahúsum að Dalsmynni bönnuð. Bannað verður að flytja þangað inn hunda, para og rækta. Bannað verður að passa og geyma hunda á bænum. Óheimilt verður að nýta húsin undir hundahald nema að undangenginni úttekt.

Fram kemur að hundaræktuninni verði veittur frestur í einn mánuði til að ráðstafa hundum að Dalsmynni og komast þannig hjá vörslusviptingu hunda af hálfu Matvælastofnunar.

Í tilkynningunni segir að um endurtekin brot sé að ræða.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Ferðalangar sýni aðgát í dag

Innlent

Stal bíl og ók inn í Seljakjör

Innlent

Leitað að þremur 15 ára stúlkum frá Selfossi

Auglýsing

Nýjast

Stúlkurnar þrjár fundnar

Björn Bjarna furðar sig á „ein­kenni­legu“ frétta­mati RÚV

Spá allt að 40 metrum á sekúndu

Segir Jón Steinar varðhund feðraveldisins

Tyrkir hóta að afhjúpa allt um morðið

Leiðinlegast að taka strætó í vinnu

Auglýsing