Magnús D. Norð­dal, lög­maður Kehdr fjöl­skyldunnar sem fékk dvalar­leyfi hér á landi í gær segir að rök kæru­nefndar Út­lendinga­stofu hafi verið þau að dóttir hjónanna ætti það á hættu að verða fyrir kyn­færa­li­m­lestingum. Ekki hafi verið fjallað um það áður. Þetta kom fram í Morgunút­varpi Rásar 2 í morgun.

Til stóð að vísa fjöl­­skyldunni úr landi í síðustu viku en nú, rúmri viku eftir að fjöl­­skyldan fór í felur, er hún komin með dvalar­­leyfi. Magnús sagði í gær þegar tíðindin bárust að um væri að ræða sigur fyrir ís­lenskt sam­fé­lag.

Í út­varpinu í morgun segir Magnús að ekki hafi verið áður fjallað um það at­riði að stúlkan ætti í hættu á kyn­færa­li­m­lestingum. Því þarf að taka málið upp að nýju og við það lengist máls­með­ferðar­tíminn um­fram þann tíma sem miðað sé við. Því sé fjöl­skyldunni veitt dvalar­leyfi hér­lendis en einnig á grund­velli mann­úðar.

Magnús gagn­rýnir mat stjórn­valda á hags­munum barnanna og segir þau hafa verið í mý­flugu­mynd. „Það er mitt álit að í þessu máli og í mörgum málum sem varða börn á flótta að þetta mat sé ekki full­nægjandi. En það er von okkar að mál eins og þetta sem hefur ýtt við stjórn­völdum og sam­fé­laginu að það leiði til þess að stjórn­völd hugi betur að þessu mati á hags­munum barna. Það tel ég og von að komi út úr þessu máli.“

Hann segir að ef slíkt mat hefði farið fram hefði þessi staða ekki komið upp. Hann full­yrðir einnig að staða föðursins hafi verið van­metin. Ekki sé um eina málið að ræða af slíku tagi.

„Ef að slíkt mat hefði farið fram þá værum við ekki í þessari stöðu. Það er auð­vitað ó­líðandi að hingað skuli fjöl­skyldur koma sem eru hérna í þetta langan tíma, krakkarnir að­lagast, festa hér rætur, eignast vini, upp­lifa Ís­land sem sitt heima­land og eru síðan rifin upp með rótum. Ef hags­muna­matið fer fram í upp­hafi, og svo aftur á síðari stigum þá hefði þetta ekki komið upp ef það hefðu verið hags­munir barnanna sem höfðu ráðið,“ segir Magnús.